Óskiljanlegt!

Eva Joly veitir Íslendingum stuðning í fjölmiðlum ytra. Það eru góðar fréttir að einhver skuli reka okkar erindi.

Það er hins vegar með ólíkindum að ráðherrar ríkisstjórnar Íslands skuli berjast með kjafti og klóm fyrir hag ríkiskassanna í Hollandi og Bretlandi. Svo mjög að augljósari andstæðingar íslenskra hagsmuna eru ekki auðfundnir. Nema ef vera skyldi Rúv.

Erlendir fjölmiðlar sýna okkar málstað skilning og tala um kúgun og yfirgang. Ríkisútvarpið bregst hart við og ver hagsmuni....hverra??? Breta og Hollendinga!!!!!!

Hvernig stendur á því að íslenskir ráðherrar eru ekki búnir að leggja höfuðáherslu á að kynna okkar málstað erlendis? Hvernig stendur á því að Össuri er umfram allt umhugað um að breski utanríkisráðherrann trufli ekki aðildarumsókn okkar í ESB?

Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin hefur ekki forgöngu um að þjappa Íslendingum saman í þessu máli og spila til sigurs?

Eru þau á launum hjá Bretum eða hjá okkur?


mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Þetta er alveg ótrúlegt allt saman, sérstakleg hvernig fréttastofur 365 og RUV virðast fylgja spunaliði Samfylkingar svo blint að málum.

Alveg magnað svo að eina yfirlýsingin um fundinn við utanríkisráðherra Bretlands um öll þessi læti var að þeir ætla ekki að standa í vegi fyrir inngöngu í ESB!

Hverskonar vitleysa er þetta af íslenskum ráðherra að gera slíkt að einhverju aðalmáli á svona stundum. Maðurinn ætti hreinlega að segja af sér.

Carl Jóhann Granz, 7.1.2010 kl. 22:08

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Skallagrímur er aðeins farinn að róa sig. Gefum honum séns með þetta. Hann er vonandi genginn í lið með Íslendingum þótt maður sjái ekki Jóhönnu Sig og félaga gera það.

Guðmundur St Ragnarsson, 7.1.2010 kl. 22:29

3 identicon

Skallagrímur kemur með nýjar hótanir í farteskinu frá Bretum og Hollendingum úr ferðum sínum ytra. Hann verður kominn með nýjar tlögur að samning sem lítur í fyrstu út fyrir að vera betri en er svo svipuð dauðagildra fyrir Íslendinga.

Öll þessi atburðarás í kringum samningaferlið hingað til er hönnuð. Ólafur Ragnar braut upp þann landssvikasamning. Núna bíðum við eftir næsta leik Hollendinga og Breta sem ásælast Íslenskar lendur meira en peningin sinn til baka.

Menn verða líka að átta sig á því að þetta mál er fordæmisgefandi fyrir allann almenning í heiminum. Hvað stoppar bankastofnanir í að hrúga skuldum sínum á samfélög út um allann heim ef við tökum þessu þegjandi og hljóðalaust.

Már (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 23:13

4 identicon

það er okkar að veita þessari stjorn og aðhald og koma henni frá ef hun heldur uppteknum hætti !!

ransy (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 23:45

5 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sæll meistari.

Eftir stendur í mínum huga að íslenskt stjórnkerfi hefur boðið verulegan hnekki og koma þarf þessum "málskotsrétt" frá forsetanum áður en reglan fer að verða sú að ríkjandi stjórnvöld þurfi að leita til forseta eftir samþykki allra mála.

Segjum t.d. að næsti forseti verði Andri Snær Magnason.  Ef hann hefur þennan "málskotsrétt" verður væntanlega erfitt fyrir ríkjandi stjórnvöld að vera með aðra umhverfisstefnu en forsetinn.

Þess vegna vona ég að almenningur verði samstíga þinginu, því annars er þingræðið úti í kuldanum.

Ég var brjálaður 2004 þegar hann "málskaut" og er það enn í dag 2010.  Úti í heimi liggja nú þau skilaboð að Forseti Íslands sé valdamestur og það er hrein della!!!

Magnús Þór Jónsson, 8.1.2010 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband