Kommúnistastjórn Íslands

Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að starfshópur á vegum Steingríms J. Sigfússonar leggi til aukna skatta. Kannski er enn blóð í beljunni - það er ónýttur tekjustofn. Svona eru kommúnistastjórnir.

Þegar Stalín sá að hinar óraunhæfu fimm ára áætlanir hans um margfalda matvælaframleiðslu,  sem átti að standa undir matvælaþörf almennings, m.a. fyrir öreiga Moskvuborgar, voru að fara út um þúfur og bændur náðu ekki að framleiða upp í það sem skatturinn heimtaði af þeim, þá fyrirskipaði hann skattayfirvöldum eignaupptöku, þ.e. að þá voru kýrnar beinlínis teknar af bóndanum - honum og öðrum til viðvörunar. En viti menn! Kýrnar fundu enga aukna þörf fyrir að mjólka meira og bóndinn hljóp ekki til og vann 28 tíma á sólarhring til að eiga í sjálfan sig og á, þrátt fyrir að ríkið væri að krefja hann um ígildi 25 vinnustunda í skatt.

Smátt og smátt gerði Stalín sér grein fyrir því að þetta gekk ekki upp. Hvað var nú hægt að gera? Jú, honum datt þá snilldarráð í hug. Réttarhöld!!!! Bændum, ekki síst þeim sem þrjóskast höfðu við því að gefa bústofn sinn í samyrkjubúin, var birt ákæra, dómur og útlegð eða aftaka, (stundum í öfugri röð til hagræðingar og tímasparnaðar fyrir ríkisstarfsmenn) fyrir að vinna gegn sósíalískri hugsjón! Einnig var tilvalið að ákæra, dæma og skjóta, mögulega pólitíska keppinauta fyrir skemmdarverk gegn ríkinu - áætlanirnar voru jú að klikka og einhverjum hlaut að vera um að kenna.

Þannig var Stalín áfram hetja - þrátt fyrir að áætlanir hans og starfshópa hans hafi ekki skilað ríkinu þeim tekjum sem til stóð.

Áfram Steingrímur! Uppskriftin er til - haltu bara áfram að baka þínar fimm ára áætlanir. Það er alltaf hægt að kenna öðrum um þegar þær klikka!

Hitt er svo annað mál að starfshópur kommúnistaflokksins fer með lygar þegar því er haldið fram að samanlagður fjármagnstekjuskattur og tekjuskattur á fyrirtæki sé lægri en tekjuskattur einstaklinga. Tekjuskattur einstaklings með 500 þúsund á mánuði er 500 - 123 þús(skattleysismörk)= 377 Þá er reiknaður 40,2% skattur á 377þús sem er 151 þúsund. 151 þús af 500 þús eru 30,2% tekjuskattur. Það er minna en 36% samanlagður skattur á fyrirtæki.

Sá sannleikur hentar hins vegar ekki Steingrími og kommúnistastjórninni hans. Þá er bara að búa til annan sannleika.


mbl.is Tillögur um hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband