Rödd skynseminnar

Ég er ánægður með Einar K. Guðfinnson. Hann hefur staðið sig vel upp á síðkastið. Hann á hrós skilið fyrir að þora að ganga gegn óskynsamlegum órum um þjóðnýtingu auðlinda, þrátt fyrir að vinstri blokkin öskri þar á blóð og úthrópi þá sem starfa við sjávarútveg sem glæpamenn. Það er ánægjulegt að einhver hafi nennu í sér til að verja sveitarfélögin úti á landi.

Það er reyndar hrollvekjandi að það var sömu áróðursaðferðum beitt í Sovétríkjum Stalíns þegar var verið að réttlæta blóðuga eignaupptöku hjá bændum. Borgarbúum í  Moskvu var talin trú um að bændurnir og landeigendurnir stæðu gegn uppgangi Sovétríkjanna, bústofn þeirra væri sameign þjóðarinnar og því væri réttlætanlegt að hirða af þeim allt - bústofninn líka - til að sjá Moskvubúum fyrir fæðu.

Þar til ekkert var eftir - fyrir neinn!


mbl.is Gjaldtaka dregur úr arðbærni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er orðinn nánast staðlaður process. Hún kemur fram í fjölmiðlum og reynir að æsa upp komma genið í fólki til að þjóðnýta fyrirtæki og réttindi til að úthluta og handstýra gæðum á "réttlátari" eða "hagkvæmari" hátt. Það er svo hrakið með rökum af fólki sem veit betur sökum sérþekkingar, reynslu ...og almennrar skynsemi. Hún rægir svo þau rökin eða fólkið sem setti það fram með dylgjum og fullyrðingum.

Á botninn hvolft virðist framferði hennar drifið áfram að fyrirlitningu á burðugum sjávarútvegsfyrirtækjum. Takmarkið er að koma sem mestu fjármagni út úr atvinnuveginum til ríkisins til skamms tíma með því að drepa niður hagkvæm fyrirtæki og ýta undir sóun með upptöku og tilflutningum á réttingum til óhagkvæmari eininga sem engu hafa til kostað við að byggja sig upp. Þannig að í reynd vill hún skjóta lappirnar undan íslenskum sjávarútvegi svo hann geti dregið sig áfram á höndunum.

Njáll (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband