Þriggja manna klíka

Það er nú úr hörðustu átt að halda því fram að lítil klíka taki völdin af þjóðinni. Yfir 60% þjóðarinnar hefur engan áhuga á því að stjórnarskrá Íslands verði eyðilögð, með tillögum hins ólögmæta stjórnlagaráðs, (þar sem ,,sigurvegari kosninganna" hlaut 3% atkvæða þjóðarinnar, og aðrir minna!). Frumvarpið hefur ofan í allt fengið fátt annað en mjög slæmar umsagnir. Það væri með ólíkindum ef kastað yrði til höndunum á þennan hátt við að búa til stjórnarskrá.

Ef þriggja manna klíka hreyfingarinnar fær sínu fram með því að hræða valta ríkisstjórnina til hlýðni, þá er miklu nær að tala um fámenna klíku - þær verða varla mikið fámennari!


mbl.is Segja litla klíku taka völdin af þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband