AUÐUR ER RAUÐUR

Fréttir berast um það að í kosningunum ætli sér margir að skila auðu eða sitja heima. Það sé gert í þeim tilgangi að refsa stjórnmálamönnum fyrir að hafa ekki staðið vaktina sem skyldi.

Vera má að sú afstaða sé réttmæt að mörgu leiti. Hins vegar er ólíklegt að sá refsivöndur hitti þá sem skyldi. Líklegra er að með þeirri athöfn muni kjósendur taka út refsinguna á sjálfum sér eftir kosningar.

Með því að stuðla að hreinni vinstristjórn væri verið að kalla eftir aukinni skattlagningu, flóknara skattkerfi og auknu valdi stjórnmálamannanna. Það felst í því mikil þversögn að gefa frat í pólitíkina með því að stuðla að auknu valdi stjórnmálamanna!

Kjósum Sjálfstæðisflokkinn - XD

AUÐUR ER RAUÐUR


mbl.is Lokaorð formanna til kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mesta refsingin yrði ef SjálfstæðisFLokkurinn fengi of mikið.  Hann sem eignaði sér efnahagsundrið, hlýtur á sama hátt að eiga efnahagshrunið.  Ég veit ekki um neinn sem er glaður með hrunið.

Og nota bene....... stjórnarflokkarnir ætla bara að skattleggja þá sem hafa annaðhvort mikil laun eða fjármagstekjur.

Viltu að hinn sífellt fátækari almenningur í landinu borgi sukkið ?  Skattar á láglaunafólk hafa hækkað verulega í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og það vita allir sem vilja vita.

Anna Einarsdóttir, 25.4.2009 kl. 01:12

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Autt athvæði er dautt athvæði X-D er fyrir djöfulinn hef sagt það áður að margir kjósa kvalara sinn.

Sigurður Haraldsson, 25.4.2009 kl. 02:30

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sjálfstæðisflokkurinn er enn að vernda auðvaldið og hrokann hef orðið vitni af því að pólitísk hrossakaup viðgangast enn í dag að hálfu sjálfstæðinu.

Sigurður Haraldsson, 25.4.2009 kl. 02:35

4 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Það að skattleggja fólk sem er með góðar tekjur er ekki alltaf sjálfgefin lausn heldur. Þú veist aldrei bakgrunn fólksins með þær tekjur. Þekki mann sem er í góðri vinnu en er að halda uppi 6 manna fjölskyldu. Vegna ýmsa lána, íbúðar og bíla sem dæmi hefur verulega þrengt að buddunni þeirra en sem betur fer ekki það mikið að þau séu í vandræðum. Hinsvegar þarf lítið til að ugga við því ástandi hjá þeim. Aukin skattur á þá getur haft áhrif á þessa stöðu í þeirra tilfelli. Þetta getur því átt við fleiri fjölskyldur. Með þessu getum við alveg eins búið til fleiri fjölskyldur í vanda. Þessi hugmynd er því ekki útpæld því miður og hljómar meira eins og það á að refsa þeim sem meira hafa og draga þá í flokk með auðmönnum.

Þetta er bara ein útfærsla á þessu. Kjósum á morgun það fólk til áhrifa sem okkur finnst geta komið landinu af stað og við treystum í verkið. Kjósum um framtíð, ekki fortíð.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 25.4.2009 kl. 04:57

5 identicon

Fræðist um spillingu Framsóknarflokksins => http://framsoknarskolinn.barnaland.is/

Valsól (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 05:31

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Daníel.

Þú segir "vegna ýmissa lána, íbúðar og bíla hefur þrengt í buddunni þeirra".  Mér sýnist  þessi maður sem þú tekur dæmi um hafa lifað nokkuð hátt.   Hvað með láglaunafólkið og atvinnulausa sem þurfa líka fyrir fjölskyldu að sjá ?  Af hverju í veröldinni á það fólk að greiða skatta ?  Skatta sem sjálfstæðismenn lögðu á. 

Að sjálfsögðu horfum við á verk stjórnmálaflokkanna þegar við ákveðum hvað við viljum sjá í framtíðinni.   Sjálfstæðismenn hafa sýnt vangetu sína til að taka góðar ákvarðanir.  Þeir hugsa ekki um þjóðina sína.   Munum það í kjörklefanum.

Anna Einarsdóttir, 25.4.2009 kl. 11:15

7 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Auðvitað hefur sá lifað undanfarin ár miðað við það sem þau áttu. Það gerðu allir. Það er þó ekki sagt að viðkomandi hafi lifað óskynsamlega. Allt kostar sitt og lánin eiga nú að vera til staðar svo að fjölskyldur geti keypt sér íbúð og jafnvel bíl. Þetta var bara eitt dæmi um hvað auka skattlagning getur haft áhrif á aðrar fjölskyldur sem ekki eru í vanda í dag. Hvað varðar láglaunafólk og atvinnulausa þá á að koma þeim til hjálpar strax. Það er oftast þau sem eru í mestum vanda í dag sérstaklega. Það sem ég er að segja er að besta lausnin er ekki bara að setja upp ákveðið skattþrep því maður veit aldrei hvað gerist fyrir það fólk sem verður fyrir slíku. Getur líka vel verið að skattþrepið lendi á fólki sem finnur ekki fyrir auka skattbyrgði.

Miðað við það sem ég hef séð hérna undanfarna daga í kosningaumfjöllun og baráttunni sé ég ekki eftir hvert mitt atkvæði fór.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 25.4.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband