Borgum og brosum - eftir nokkur ár

Það fer að verða leitun að mönnum sem telja samninginn sanngjarnan - það er að segja utan veggja alþingis. Helstu baráttumenn í Evrópu fyrir því að ríkið - og þar af leiðandi almenningur á Íslandi taki að sér skuldir fjárglæframanna, einkafyrirtækja - sitja nú á alþingi Íslendinga og stjórna.

Þeim finnst þetta vera ágætur samningur - enda þarf ekki að skera niður eða hætta að skera upp á spítölum landsins vegna samningsins fyrr en frá og með 2016.

Þá verða Jóhanna og Steingrímur og þeirra hjarðir ekki lengur í pólitík og kvíða því engu nú..... niðurskurðurinn - annarra vandamál.

Uppskurðurinn - hvort sem er bara lúxus....væri ekki hægt að leggja á hann sykurskatt???


mbl.is Hegðun Breta og Hollendinga ekki sæmandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Sæll félagi.

Því miður held ég að áhrifanna muni gæta mun fyrr.  Um ágæti sykurskattsins þarf varla að ræða er það?  Það er ein vitlausasta birtingarmynd úrræðaleysis ráðamanna sem við höfum séð um langa hrið. 

Þú hefur einnig lög að mæla um talsmenn þessa samnings.

Kveðja frá Vestfjörðum.

Helgi Kr. Sigmundsson, 4.9.2009 kl. 00:37

2 identicon

Bankar eru ekki venjulegt einkafyriræki . Þeir eru á ábyrgð og undir efirliti íslenskra stjórnvalda . Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn höfðu öll tæki til þess að t.d stöðva starfsemi Starfsemi Landsbankans í Breltandi eða koma í veg fyrir að hún hæfist . Stjórnvöld brugðust einnig þegar Landsbankinn var einkavæddur . Þetta var eins og þú veist  samstarfsverkefni Sjálfsæðisflokksins og Framsóknar . Klúðrið varðandi Icesave er, ef litið er á sjórnmálaflokka , klúður Sjálfstæðisflokksins . Sem betur fer fyrir þjóðina verða aðrir til að leiða hana útúr þessum efnahagslegu hörmungum .

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband