Færsluflokkur: Bloggar

Kjósum það sem kemur okkur best

Nú er orðið verulega stutt í að fólk fari að skila sínu atkvæði inn og þá vona ég að fólk hugsi um hag sinn og hag okkar allra. Hefur þú það betra í dag en fyrir fjórum, átta, tólf eða 16 árum? Ég veit að afborgunin á húsnæðisláninu þínu hefur hækkað en hefur ekki virði húsnæðisins hækkað ennþá meira?? Færð þú ekki að halda eftir fleiri krónum í veskinu þínu hver mánaðarmót eftir að búið er að taka af þér skattinn?? Getur þú ekki keypt matvörur núna með helmingi lægri skatti en þú gerðir áður? Þarft þú að hafa áhyggjur af því að þurfa að borga vexti af erlendri skuldasöfnun ríkissjóðs? Nei, þær skuldir hafa þegar verið greiddar, skattar hafa verið lækkaðir eða jafnvel aflagðir! Vel má vera að skattheimtan sé ennþá of há, og ég er reyndar sjálfur þeirrar skoðunar en pælið í einu:

Skattar hafa aldrei verið lækkaðir nema þegar Sjálfstæðisflokkurinn er við völd.

Ég vil benda á eitt sem vísar veginn inn í vinstri stjórnina sem menn geta valið eftir nokkra tíma: Þeir eru nú þegar farnir að undirbúa nýja skattheimtu. Ég minni á að R listinn lofaði því fyrir einar kosningarnar að hækka ekki skatta, ok. Innan þriggja mánaða voru þeir búnir að búa til nýjan skatt. Muniði! Hann heitir holræsagjald! Er fólk búið að gleyma?

Viljum við hafa meira á milli handanna?  Þá kjósum við Sjálfstæðisflokkinn! XD


Eiríkur var flottur

Mér fannst Eiríkur standa sig vel og ekkert hægt út á hann að segja. Það er vissulega súrt að sjá að menn eru ekki metnir að verðleikum í þessari keppni en svona eru reglurnar og ekki hægt að fást um það.

Það  er spurning hvort aðild að  Evrópusambandinu yrði eins keppni. Bara pæling....Woundering


mbl.is Ísland komst ekki í úrslit Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að breyta bara til að breyta???

Að breyta bara til að breyta? Sjálfstæðismenn eru stoltir af árangri síðustu ára. Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins hefur íslenskt samfélag tekið stórkostlegum breytingum. Horfið hefur verið frá atvinnulífi sem bundið var á klafa ríkisafskipta og umhverfi skapað þar sem frjáls viðskipti og athafnasamir einstaklingar og fyrirtæki fá að njóta sín. Það gerir okkur svo fært að treysta enn frekar það öfluga öryggisnet sem er fólgið í íslenska velferðarkerfinu. Framfarirnar hafa verið ótrúlegar: Kaupmáttur hefur aukist um 75% frá árinu 1994. Það þýðir beinlínis að með meðallaunum í dag er hægt að leyfa sér næstum því tvöfalt það sem hægt var fyrir 13 árum síðan. Atvinnuleysi þekkist varla. Tekjuskattar hafa verið lækkaðir úr tæpum 43% í 35,7% og virðisaukaskattur á matvæli er búinn að lækka niður í 7%. Þannig mætti lengi telja.Með því að auka frelsi í viðskiptum og atvinnulífi þjóðarinnar, með einkavæðingu og niðurfellingu eða lækkun opinberra gjalda, hefur efnahagur Íslendinga blómstrað.Staðreyndin er sú að skattar hafa aldrei verið lækkaðir nema með Sjálfstæðisflokkinn við stjórnvölinn. Hvers vegna að söðla um?Því er gjarnan haldið á lofti að tími sé kominn á breytingar í íslenskum stjórnmálum og til þess verði að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Í þessu felst hins vegar ákveðin þversögn vegna þess að með áherslu sinni á athafnafrelsi einstaklinga og takmörkuð afskipti ríkisvaldsins er sjálfstæðisstefnan stefna breytinga og kviku í þjóðlífinu. Markmið hennar er ekki að skapa hið fullkomna samfélag heldur veita aukið frelsi og tryggja jöfn tækifæri í þeirri trú að þannig náist framfarir í samfélagi manna.Hverju viljum við annars breyta? Viljum við snúa framförunum til baka? Þjóðnýta Símann og bankana? Ganga úr EES? Hækka aftur skattana eða auka opinber afskipti? Ísland hefur verið að klifra upp lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd sem best er að búa í. Viljum við breyta því?Með efnahagslegum framförum hafa möguleikar okkar til að styrkja velferðarkerfið stóraukist sem sést best í því að kaupmáttur aldraðra og öryrkja hefur aukist enn meir en kaupmáttur launa sem hefur þó aukist hratt. Viljum við breyta því?Hvers vegna að breyta? Það er kjördæminu okkar mjög mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn fái öfluga kosningu. Hér eru verkefni sem Sjálfstæðisflokknum er best treystandi fyrir að leysa vel af hendi. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að ganga í stórkostlega uppbyggingu vega og samgöngumannvirkja, standa fyrir áframhaldandi uppbyggingu í menntamálum, halda áfram að lækka skatta og halda áfram að búa svo í haginn að allir geti nýtt sér þau tækifæri sem felast í kröftum hvers og eins.Ég vil halda áfram á sömu braut. Halda áfram á réttri braut.XD

Áfram áfram!

Það eru ekki nema fáar klukkustundir til kosninga. Ég skora á allt Sjálfstæðisfólk að herða nú enn frekar róðurinn og ná ferðinni upp á lokasprettinum. Við hvílum okkur á sunnudaginn.

ÁFRAM ÁFRAM! XD!


mbl.is Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað meinar Guðmundur?

Ég sá auglýsingu frá Samfylkingunni í gærkvöldi þar sem Guðmundur Steingrímsson talar um muninn á því ef hann lendir í tjóni á eigum sínum og líkamlegu tjóni. Hann segir að í tilfelli venjulegs tjóns fari hann til tryggingafélagsins síns og fái tjónið bætt en þurfi hann að leita til Tryggingastofnunar lendi hann á biðlista. Þessu vill hann breyta.

Ok. Pælum aðeins í þessu. Hver er grundvallarmunurinn á þessum tveimur tryggingageirum?

Svar: Tryggingafélögin eru í einkaeigu og vinna á frjálsum markaði. Tryggingastofnun er opinber stofnun.

Vill Samfylkingin einkavæða Tryggingastofnun????


Góður fundur í Borgarnesi

Var að koma heim af skemmtilegum fundi í Borgarnesi. Þetta var sameiginlegur framboðsfundur ungra frambjóðenda í kjördæminu og heppnaðist hann mjög vel. Það var þó að mínu mati Vinstri Grænum til minnkunar að koma ekki á fundinn til að gera grein fyrir sínum málum. Þeir eru sennilega á móti því....  Allavega, fundurinn heppnaðist vel og ég er verulega ánægður með þá frjálshyggjustefnu sem lá í loftinu, enda þótt frambjóðandi Samfylkingarinnar hafi ekki getað staðist mátið til að koma út úr skápnum og segja "allt tal um skattalækkanir mjög varhugavert og ekki gott". Hann "hafnaði þessum amerísku leiðum og öllu tali um að áframhaldandi skattalækkanir væru til bóta". Mönnum líður sjálfsagt illa ef þeir byrgja kommann í sér heila kvöldstund.

En fundurinn heppnaðist vel og mér fannst verulega gaman af því að hitta þetta efnilega unga fólk í þessu líka frábæra húsnæði sem þau hafa fyrir sig í Borgarnesinu. Þakka fyrir mig.

Var að horfa á Steingrím J í kastljósinu eftir að ég kom heim. Hann var spurður um svör við því hvað VG vill gera í atvinnuuppbyggingu. Hvað er þetta "eitthvað annað "? Svar: "Nú er nóg komið. Nú er það náttúra landsins, velferð náttúrunnar og stöðugleiki í hagkerfinu." Sem sagt "nóg komið!"

Hvaða atvinnumöguleikum stingið þið upp á? Svar: "Það fyrsta sem okkur dettur ekki í hug er olíuhreinsistöð?

Sem sagt miklar og ýtarlegar upplýsingar um það sem VG vill (ekki) gera.

Það er gott að vera meðvitaður um sitt nágrenni og í lagi að vera á móti mörgu en vinsamlegast komið að minnsta kosti stundum með tillögur að því sem á að vera í staðinn. Reynið að hafa eitthvað fram að færa.


Áfram á réttri braut

Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru sammála um að ríkisvalds sé þörf á Íslandi. Flokkana greinir hins vegar á um hversu víðtækt og frekt til fjörsins ríkisvaldið skuli vera. Rekstur grundvallarþátta eins og til dæmis öflugs menntakerfis og öflugs velferðarkerfis kostar mikið fjármagn og það þarf stöðugt að vera á vaktinni til að nýta það fjármagn sem allra best. Við megum aldrei gleyma því að peningarnir verða ekki til í ríkiskassanum heldur eru þeir teknir úr vasa fólksins í landinu.Skattalækkanirnar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um á síðustu árum hafa þó síður en svo minnkað svigrúm ríkissjóðs til að veita öfluga þjónustu. Þvert á móti. Með því að minnka byrðar almennings hefur hvati myndast til að auka verðmætasköpunina, stækka heildarkökuna, og þannig hafa tekjur ríkissjóðs aukist þvert á það sem vinstri flokkarnir héldu fram. Ríkissjóður stendur því mjög sterkum fótum og þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn skotið traustum stoðum undir það velferðarsamfélag sem við búum í.

Ég vil að áfram verði haldið á sömu braut. Með styrkri stjórn er hægt að halda áfram að minnka byrðar almennings og halda áfram við að bæta velferðarkerfið. Sagan sýnir okkur að slíkt hefur aldrei verið gert án Sjálfstæðisflokksins.

Við erum á góðri leið. Höldum áfram!

XD

 


Nú líður Blair betur.

Nú er að verða óhætt fyrir Blair að gagnrýna Evrópusambandið. Hann þorir þú að segja það sem allir vita: Evrópusambandið er bákn skriffinna sem vinna fyrir skriffinna. Auðvitað hafa þeir ekki áhuga á að einfalda hlutina, gera regluverkið léttara, boðleiðirnar styttri. Þá yrði minni þörf fyrir skriffinna!

Venjulega snúast Evrópusambandsstjórnmálamennirnir gegn innanbúðarmönnum sem þora að segja sannleikann. Ég minni á þegar Austurríki varð einangrað innan Evrópusamb. eftir fullkomlega löglegar kosningar. Ástæðan: Stjórnmálamaður sem hefur mikla vantrú á sambandinu var kosinn af þjóðinni. Evrópusambandið einangraði þá landið og kúgaði umræddan stjórnmálamann til að víkja. Nú er hins vegar að styttast mjög í að Blair hætti og þess vegna hefur hann ekki eins miklu að tapa.

Mikið hlýtur honum að líða vel að hafa létt á sér. Það er engum hollt að byrgja skoðanir sínar inni.

 Ég minni á að 1 stjórnmálaflokkur hefur inngöngu í sambandið í stefnu sinni. Pældu í því!Woundering


mbl.is Blair segir ESB of upptekið af „formlegum umræðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri Grænir: Power to the politicians

Ég undrast það fylgi sem VG virðist hjá ungum kjósendum. Sjálfsagt eru það einhverjir fordómar í mér en ég hefði þó haldið að það frelsi sem við höfum og aukið frelsi ætti að vera ungum kjósendum hugleikið.

Það er nefninlega þannig að forystusveit VG hefur í gegn um tíðina lagst gegn fjölmörgum framfaramálum. Það síðasta sem þeir eiga heiðurinn af er að stöðva frumvarp um afnám einkasölu léttvíns og bjórs í ÁTVR. Með hótunum um málþóf náðu þeir að hamla því að frumvarpið yrði samþykkt, sem loksins, loksins var afgreitt út úr nefnd. Greinilegt að þeir eru helstu málsvarar forneskjunnar. Þetta dæmi er þó bara það nýjasta.

Þeir hafa verið á móti skattalækkunum. Þeir voru á sínum tíma á móti frjálsu útvarpi og hefðu þeir fengið að ráða væri bara ríkisútvarpið í útvarpinu, enginn Skjár einn, engin Stöð 2. Vinsæl tónlist væri þá ennþá spiluð eingöngu á þriðjudagskvöldum í lögum unga fólksins.

Þeir voru á móti því að selja mætti bjór á Íslandi, fannst Flugstöð Leifs Eiríkssonar vera alltof stór, voru á móti skattalækkunum, voru á móti einkavæðingunni allri og svo mætti lengi telja.´

Þeir treysta engum nema elítustjórnmálamönnum til að hafa vit fyrir okkur hinum. Þeir segja: "Power to the people" en meina í raun "Power to the politicians"


Spennandi dagar í Húsavík

Það vona ég að tillagan um að prestum verði heimilað að annast hjónavígslu samkynhneigðra verði samþykkt. Þeirri tillögu er ég hjartanlega sammála. Vissulega er þetta mál kirkjunnar en ég vona að kirkjan átti sig á því óréttlæti sem hefur viðgengist.  Það er óréttlæti sem að mínu viti getur ekki talist kristilegt.
mbl.is Prestastefna sett á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband