Á topp Ortler 3905m

Loks leit út fyrir gott veður og þá var gerð önnur tilraun til að komast á topp hæsta fjalls Suður Týrol: Ortler 3905m. Í þetta skipti lagði ég af stað seinni part föstudags og var kominn í Payer huette fjallakofann kl. 19 um kvöldið.Örvar Ortler 018

 Ekki hafa allir snúið til baka, sem gengið hafa á Ortler. Stór steinn við veginn heldur minningu þeirra lifandi og er áminning um að fara varlega.Örvar Ortler 019

 

 

Nú var þröngt á þingi í kofanum enda höfðu margir hugsað sér að nota helgina til að komast á hæsta fjall landsins. Veðrið fór sífellt batnandi og útsýnið í kvöldhúminu var æðislegt.

Örvar Ortler 020Örvar Ortler 021Örvar Ortler 022

Ég hitti leiðsögumanninn og Austurríkismanninn Reiner sem slóst í hópinn á síðustu stundu og ákveðið var að leggja af stað um morguninn í síðasta lagi kl. 4:45, til þess að lenda ekki í miðri traffíkinni enda gæti það orðið til þess að við þyrftum að bíða eftir því að geta byrjað að klifra.

Eins og áætlað var lögðum við af stað kl. 4:20 og vorum með þeim fyrstu að komast upp í klettana þar sem þurfti að klifra. Veðrið var frábært en kalt, 3ja stiga frost. Stjörnubjartur himinn og tunglskin.  Síðan var sólarupprásin æðisleg!

Örvar Ortler 026Örvar Ortler 027Örvar Ortler 028

Síðan komumst við upp á jökulinn og þar settum við á okkur mannbroddana og héldum af stað í átt að toppnum. Örvar Ortler 029Örvar Ortler 031Í snjókomunni í byrjun vikunnar höfðu flestar jökulsprungurnar að mestu lokast og voru því ekki til vandræða. Samt sem áður þarf að hafa allan vara á sér.

Örvar Ortler 039Örvar Ortler 032Við gengum mjög rólega upp jökulinn til þess að verða ekki mjög móðir í þessari hæð og komumst á toppinn eftir um það bil þriggja og hálfrar klukkustundar göngu.Örvar Ortler 040

 

Örvar Ortler 047Veðrið gat ekki verið betra og við vorum hópur nr. 2 þennan daginn til að komast á toppinn. Þar var samt sem áður lítið pláss og þegar fjölga fór urðum við fljótlega að koma okkur af stað niður til að rýma til fyrir öðrum.

Það gekk vel að ganga niður jökulinn og klifrið þar fyrir neðan, niður að kofanum gekk líka mjög vel, enda þótt mér finnist alltaf erfiðara að klifra niður heldur en upp. Við vorum í öruggum höndum (og böndum) leiðsögumannsins.

Örvar Ortler 054Örvar Ortler 055Örvar Ortler 057 

Örvar Ortler 058Svokallaður ,,Veggur" er hér í bakgrunni en þar var mesta klifrið.

 

 

 

 

Örvar Ortler 062Hjá kofanum um hádegisbilið kvaddi ég svo leiðsögumanninn og gekk af stað til byggða með bros á vör, en gaf mér þó að sjálfsögðu tíma til að líta til baka með aðdáun á toppinn, og á náttúrufegurðina og blómin sem virðast geta sprottið upp úr engu.Örvar Ortler 063Örvar Ortler 064

 

 

Ótrúlegur dagur - ótrúleg fegurð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband