Kosninganóttin

Mest spennandi kosninganótt síðan ég man eftir mér: alþingiskosningarnar 2007. Stendur fellur stendur fellur. Kl. 3 eru 60 atkv. sem skilja á milli feigs og ófeigs. Þessi kosninganótt verður lengi í minnum höfð. Hingað til var sú nótt sem mér var alltaf í minni frá '99 þegar Mörður Árnason var inni og úti alla nóttina, var endalaust í viðtali og varð drukknari og drukknari eftir því sem leið á, grét þegar hann var úti, hló þegar hann var inni og varð ennþá meira drukknari og drukknari. Kosninganóttin 99 = Mörður Árnason grátandi og hlægjandi mökkölvaður á Laugaveginum.

Fagmannlegasti kynnirinn: Konan sem tilkynnir atkvæðin í Reykjavík Norður 

Brjálæðislegasta spurningin: Eru margir í ungliðahreifingu Framsóknarflokksins? Svar: Já! 

Furðulegasta fullyrðingin: Jón Sigurðsson er dottinn út af þingi. (Hann er ekkert þingmaður) 

Hlutlausasta fullyrðingin: 32 manna tveggja flokka stjórn er óstarfhæf, verulega löskuð, 32 manna þriggja flokka stjórn er fyrsti kosturinn...

Flottasti textinn: "Og þótt ég hafi engu breitt...... þá lifi ég feitt" 

Skrítnustu pælingarnar: Að það sé mjög ólýðræðislegt að minnihlutinn skuli ekki fá að ráða á alþingi.

Óvæntasti sigurinn: Samfylkingin er að festa sig í sessi 3ju kosningarnar í röð. Hún missir 1 þingsæti. Það er rosalega góður sigur. 

Óvæntustu fréttirnar: Degi B. Eggertssyni finnst að ríkisstjórnin eigi ekki að halda áfram.

Ótrúlegustu fréttirnar: Svandís Svavarsdóttir er ekki Svavarsdóttir heldur Sveinbjörnsdóttir, þótt hún sé þannig að ef hún væri með skegg og poka undir augunum eins og Derrick þá væri hún nákvæmlega (og ég meina NÁKVÆMLEGA) eins og Svavar Gestsson.


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Til hamingju með sigurinn. 

Ég er ekki frá því að það sé nokkuð gott spennufall eftir gærkvöldið. Enginn kaffibandalagsstjórn og við héldum Einari Oddi inni.  

Fannar frá Rifi, 13.5.2007 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband