Reglur

Svona eru reglurnar og menn verða að lúta þeim. Í raun hýtur þetta að vera hluti lýðræðisins og ekkert við því að segja að menn nýti sér þennan rétt. Ég er ánægður með að þessari leið skuli vera beitt fremur en að sleppa því að kjósa þann flokk sem kjósandinn er í meginatriðum hlynntur þó hann ´hafi eitthvað við einstaka frambjóðendur að athuga.

Hins vegar verð ég að setja stórt spurningamerki við auglýsingu Jóhannesar í Baugi. Viljum við að menn taki slíkan þátt í kosningabaráttunni í krafti auðs síns??

Það er vissulega löglegt, en er það rétt??


mbl.is Árni og Björn færast niður um eitt sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnes Drífa Pálsdóttir

Hvað segiru um að næstu kosningar reynum við að hafa áhrif á almenning svo að það kjósi eins og við viljum kjósa og striki út það fólk sem við viljum kjósa?

Þetta er nákvæmlega það sama og gerist þegar sljúðursögur fara á kreik um einhvern, allur orðstýr manneskjunnar breytist og vinsældir þar með.

Agnes Drífa Pálsdóttir , 21.5.2007 kl. 04:08

2 Smámynd: krossgata

Það getur nú líklega hver sem er sent inn yfirlýsingu í blöðin og þarf ekki að vera auðmaður til þess.  Það er mjög hæpið að Jóhannes hafi gert þetta í krafti auðs síns.  Hann setti yfirlýsingu í blöðin, það bara vill svo til að hann á peninga.  Það voru útstrikanar á fleira fólki en Birni og ekki hægt að hengja það á yfirlýsingar einstaklinga fátækra eða ríkra.

krossgata, 21.5.2007 kl. 11:27

3 identicon

Jóhannes segist hafa eytt um 700.000 krónum í auglýsinguna og því ljóst að enga auðkýfinga þarf til til að koma slíkum skilaboðum á framfæri.  Mér finnst þetta bara vera hluti af lýðræðinu, málfrelsi og fjölmiðlafrelsi.  Ekkert athugavert við þetta!  Sammála Ólafi Skorrdal um að fólk er ekki nógu upplýst um möguleika sína í kjörklefanum og fræðslu vantar.

Sigurlaug Anna (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband