Hetjur!

,,Á ráðstefnunni náðist óformlegt samkomulag um, að iðnríki skuli stefna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 25-40% fyrir árið 2020."

Þetta eru snillingar. Af hverju gera þeir sig ekki að enn meiri góðmennum og umhverfissinnum og ná óformlegu samkomulagi um 50 - 60 % minnkun á losun? Þeir geta jú rabbað saman um hvað sem er, tekið í hendurnar á hvor öðrum oftar og innilegar fyrir framan myndavélar fjölmiðlanna, og náð óformlegu samkomulagi um hvað sem er. Af því að:...

Í fyrsta lagi er þetta óformlegt samkomulag. Í öðru lagi er þetta alls ekki bindandi og því algerlega marklaust. Í þriðja lagi er talað um að stefna skuli að... humm og ha og já já.

Í fjórða lagi (og þetta skiptir kannski mestu) verða þessir pólitíkusar horfnir úr sviðsljósinu árið 2020 og sumir komnir undir græna torfu. Það breytir þá engu hvað þeir handsala óformlega í dag, heimurinn verður öðruvísi á morgun.

Hvað ætli ráðstefnan hafi kostað mikla peninga (sem hefði verið hægt að nota t.d. til að grafa brunna í Afríku eða byggja skóla)?  Hvað ætli ráðstefnugestir hafi losað mikið af gróðurhúsalofttegundum í einkaþotum á leiðinni þangað? Hvað ætli hafi tapast mikill tími í ráðstefnuna sem hefði mátt nota til einhvers gagnlegs?

Það trúa því hins vegar flestir að þessir menn séu bjargvættir. Þess vegna er það stjórnmálamönnunum í hag að sem flestir trúi því að heimurinn sé á ystu nöf og bjargvættanna sé því þörf. Þeir eru hetjurnar okkar!


mbl.is Samkomulag um losunarmarkmið á umhverfisráðstefnu SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Nú vil ég fara að ráði þínu, "staldra við og beita heilbrigðri skynsemi":

Kvótamartraðarráðstefnan á Balí í desember á að negla niður stærstu mistök jarðarbúa, að takmarka vöxt aðildarríkja til þess að kæla niður heiminn eftir 50-100 ár, miðað við vafasöm fræði þrýstihópa. Þess vegna er þessi villutrúarráðstefna núna í Austurríki aðeins ráðgefandi, þar sem enginn fer bundinn til "samninga" á Balí.

Kostnaður okkar og annarra þjóða við þessar ráðstefnur og "samninga", sem er ærinn, er hjóm eitt miðað við þjóðhagslegt tap við eltingaleikinn um það hvaða vestræn þjóð getur talað sig inn í mest höft og lágmarkað vöxt sinn í sem lengstan tíma.

Ekki er verið að ræða um alvöru mengunarvandamál, heldur það hvernig þetta nýja pólítíska hreðjartak getur kreist alla lífsorku úr þróuðum þjóðfélögum með ný- kommúnisma.

Ívar Pálsson, 1.9.2007 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband