Gagn og gaman

Mér líst bara nokkuð vel á stefnuyfirlýsinguna og hún er þónokkuð í sama dúr og ég hafði ritað HÉR. Fyrir nú utan það að það er strax plús að það skuli vera stefnuyfirlýsing yfirleitt. Það er strax bót í máli miðað við fráfarandi meirihluta.

Ég hef vissar áhyggjur af Margréti Sverrisdóttur sem hefur verið með ákveðnar yfirlýsingar en annars á þetta örugglega eftir að ganga vel. Hún sem var svo ánægð og glöð fyrir u.þ.b. 100 dögum síðan.

Ég verð að viðurkenna að púkinn í mér hlær dátt þessa stundina - og einstöku glott læðist fram á varir mínar, minnugur þess hvernig stemmingin var hér í HÍ daginn sem síðasti meirihluti var myndaður (verð að viðurkenna að þetta fer að verða nokkuð ruglingslegt). Þá sá maður suma brosandi hringinn, en aðra eins og í jarðarför. Það verður fróðlegt að sjá sömu andlit í fyrramáliðDevil.

Annars er ég svosem lítið annað en áhugasamur áhorfandi sem hefur töluvert gaman af því að fara á farsa í leikhúsi. Þetta hefur því allt saman mikið skemmtanagildi. En þegar maður kemst niður úr gríngírnum og nær að halda aftur af púkanumDevil fagnar maður að sjálfsögðu. Þetta er mikilvægur dagur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ég hef trú á því að þetta sé heilladagur fyrir borgina.  

Nú verða mínir menn að standa sig vel, vinna hratt og örugglega og sýna kraftinn sem í Sjálfstæðisfólkinu býr. Við höfum ekki efni á því í næstu kosningum að hafa drollað.

Áfram XD


mbl.is F-listi og D-listi í samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband