Hvern vantar ekki meira fé?

Það vantar öllum meiri pening. En þegar verið er að blaðra um að sýna verði aðhald og ábyrgð þá er þetta ekki mjög góð tímasetning. 

Orkuveita Reykjavíkur er búin að halda í sér í sambandi við hækkanir í nokkur ár (eftir því sem þeir segja). Það er því undarlegt að ekki skuli vera hægt að halda í sér í nokkra mánuði í viðbót. Það verður þá bara að hægja á framkvæmdum í staðinn. Þá myndi það duga tvöfalt til að draga úr verðbólgunni. Þetta er ansi mikil brotalöm á hagstjórn og stundum mætti ætla að Reykjavíkurhreppur teldi sig lifa í öðru hagkerfi en allir hinir. Til þess að slá á verðbólguna á að draga úr framkvæmdum, ekki að gefa allt í botn og senda svo borgarbúum tvöfaldan reikning.

Mér finnst undarlegt allt tal um að það verði að ná hóflegum kjarasamningum og senda svo út þessi skilaboð á sama tíma. Mér finnst líka að stjórnmálamenn eigi nú að sýna gott fordæmi og fresta launahækkunum sínum um eitt ár - þeir myndu fá það greitt í atkvæðum síðar. Það er svo vel hægt að hækka laun þeirra seinna en þegar menn tala um að sýna ábyrgð þá verða menn ekkert síður að líta í eigin barm. Alþingismenn eru reyndar síður en svo með of há laun - núna er bara ekki alveg besti tímapunkturinn til launahækkana þeirra og ætla svo öðrum að sýna aðhald. Það lítur ekki vel út á pappír.

Þetta eru ekki miklir refir ef þeir kunna ekki að slá sig til riddara - þegar það gæti gagnast almenningi.


mbl.is OR vantar meira fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband