(Mál)sókn

Ef niðurstöðurnar virðast okkur í hag eigum við ekki að hika við að fara í mál við Tjallana. Gordon sósíalisti og Darling Marxisti eiga ekkert gott skilið frá okkur. Þeir hafa viljandi dreift óhróðri um okkur Íslendinga og skaðað okkur um alla Evrópu og víðar. Ef einhverntíma var rétt að tala um skítlegt eðli....

Í ljósi þess að þetta var auðvitað kosningabrella hjá Gordon Brúna eigum við alls ekki að skríða fyrir honum og hans aftaníossum heldur leita til hans höfuðandstæðings, Cameron, og vita hvort hann hafi ekki áhuga á því að afhjúpa aumingjaskap núverandi forsætisráðherra. Það var nú aldrei talið mjög drengilegt að sparka í liggjandi mann.

Ég er alls ekki að segja að öll okkar vandræði séu algerlega öðrum að kenna en okkur. Hins vegar er kreppan komin út um allan heim og er síður en svo Íslendingum að kenna, þótt sumir virðist halda það vísandi Íslendingum út úr búðum. Bretar voru ekkert síður með allt niður um sig. Gordon Brúni var eingöngu að dreifa athyglinni frá sínum eigin vandræðum og bjargarleysi. Þetta var að vissu leiti sniðug brella hjá honum því hann nær töluverðri samstöðu um sjálfan sig þegar hann bendir á sameiginlegan (meintan) óvin. Þar að auki býst hann ekki við að 300þús manna þjóð geti svarað fyrir sig og þannig afhjúpað hann fyrir það lítilmenni sem hann virðist vera. Þar munum við koma honum á óvart. En ég held að það væri ekki vitlaust að vita hvort við eigum ekki hauk í horni þar sem Cameron er.

Við Íslendingar höfum að vísu tapað fullt af peningum en við höfum ekki tapað neinu af því sem við höfum alltaf verið stolt af. Við höfum því fulla ástæðu til að bera höfuðið hátt.

Íslandi allt!


mbl.is Málshöfðun hugsanlega innan nokkurra vikna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband