Framsókn og framsýnin

Frá Framsóknarflokknum:


Á flokksþingi voru höfum vér samþykkt eftirfarandi:


1. Vér lýsum því yfir að vér viljum að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Það verði þó eingöngu gert með þeim skilyrðum að Íslendingar haldi óskoruðum yfirráðum yfir auðlindum til lands og sjávar og ófrávíkjanlegar reglur Evrópusambandsins gildi ekki um oss.

2. Í sama anda leyfum vér oss að lýsa því yfir, að vér viljum að hætt verði opinberum stuðningi við sauðfjárrækt. Það eigi þó eingöngu við um það sauðfé sem hvorki bítur gras né jarmar.

3. Vér lýsum yfir fullum stuðningi við þá yfirlýsingu formanns vors, að engin þjóð geti haldið úti minnsta gjaldmiðli í heimi. Teljum vér því óhjákvæmilegt að minnsti gjaldmiðill í heimi, hver sem hann er, verði þegar lagður niður. Sá gjaldmiðill, sem þá verði minnstur, verði lagður niður daginn eftir, og þannig koll af kolli, með vísan til setningarræðu formanns vors. Þegar enginn gjaldmiðill verður eftir, sem sá minnsti í heimi, leyfum vér oss að benda á að kaupfélögin taka við vöruinnleggi alla virka daga milli eitt og tvö.
 
4. Að endingu vekjum vér athygli á réttmætri ábendingu formanns vors, sem í setningarræðu sinni benti á að vér framsóknarmenn leiddum ríkisstjórn þegar hafist var handa um gerð EES-samningsins. Er samningurinn oss að þakka, en ekki þeim flokkum sem reyndu að stela heiðri þeim með því að greiða atkvæði með samningnum, sem vér, af framsýni vorri, gerðum ekki.

Gjört í Reykjavík, 16. janúar 2008,
fyrir hönd Framsóknarflokksins,

Annar hver formannsframbjóðandi.


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Færslan er fengin að láni hérna.

Örvar Már Marteinsson, 18.1.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband