Innflutningur þingmannsefna

Þegar menn sjá að of langt sé á toppinn í einum flokki færa þeir sig einfaldlega um set yfir í aðra flokka og nú í annað kjördæmi. Í Norðvesturkjördæmi er hellingur af frambærilegu fólki til að fara í framboð, sem hefur mun meiri skilning á kjördæminu en innflutt þingmannsefni.

Ég býð hann samt sem áður velkominn í slaginn og hlakka til að sjá hvernig hann mun snúa sig út úr einbeittum vilja sínum til inngöngu í Evrópusambandið, flugvallarmálinu ofl.

,,Endurnýjunin" er greinilega hafin. Spurning hverjir fleiri synir og erfðaprinsar en Guðmundur og nýkjörinn formaður Framsóknar ætla að vera andlit hins ,,Nýja" Framsóknarflokks.


mbl.is Guðmundur: Stefnir á fyrsta sætið í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

ERFÐAPRINSAR. Þetta er hið nýja, gagnsæja Ísland sem okkur er boðið upp á. Hvað skyldu nú margir hafa dásamað ENDURNÝJUNINA í Framsóknarflokknum. Fjölmiðlar keppast um að endurtaka þetta rugl, eins og fólk sé upp til hópa röskir hálfvitar. VG, Framsókn og Samfylking syngja svo viðlagið: Nýja Ísland, Nýja Ísland, Burt með ættartengsl og spillingu.

Ekki nóg með að prinsarnir séu nú að stimpla sig inn í þessum "gegnsæju" flokkum, heldur eru allar tillögur um ný andlit "fagmanna" tekinn beint innan úr gömlu flokkskjörnunum. Hin óspjallaða Samfylking þar fremst í flokki en VG og Framsókn aldrei langt undan. Eða hvað með Þorvald Gylfason, Ásgeir Jónsson og Gylfa Magnússon?

Eru allir fagmenn landsins í blóð- eða flokkstengslum við forystu þessara flokka?

Ragnhildur Kolka, 28.1.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband