Deja vu

Ekki er búið að sýna hvernig eigi að uppfylla skilyrði Framsóknarflokks. Samfylkingunni finnst það nú bara argasta frekja hjá Framsókn að óska eftir einhverju raunverulegu.

Ekki er búið að klára að gera verkáætlun þá sem Framsóknarmenn óskuðu eftir... í raun veit enginn hvað á að gera og þaðan af síður hvernig eigi að gera það.

Þetta minnir óhugnanlega mikið á Tjarnarkvartettinn svokallaða, sem hafði enga stefnuskrá af því í raun þurfti ekkert plan.

Vinstri Grænir öskruðu á lausnir ekki seinna en STRAX, og tókst það ótrúlega - að telja lygilega mörgum trú um að það væru til lausnir sem myndu virka STRAX. Þeir voru bara ekkert að veifa þeim sjálfir. Nú fara Vinstri grænir sennilega að tala um að það þurfi að ,,RÓA UMRÆÐUNA"... og ég efast um að fjölmiðlarnir allir hlutlausu geri nokkrar athugasemdir við það.

Tjarnarkvartettinn, sem var félagslega þenkjandi meirihluti, hafði enga stefnuskrá - og afrekalistinn var í fullkomnu samræmi við það. En það var allt í lagi....

Þau voru bara svo æðisleg!


mbl.is Framsókn ver nýja stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tjarnarkvartettinn þótti svo æðislegur af því að þau voru "ung, falleg og frísk". Gömlu brýnin, Jóhanna og Steingrímur geta ekki státað af því. "Æðislegheit" þeirra felst í að ausa út fé. Hér er úr engum sjóðum að ausa og þá verður að hækka skatta; á þeim sem enn hafa vinnu. Hvað skyldi sú æðislega gleði standa lengi? 

Ragnhildur Kolka, 1.2.2009 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband