Ráðþrota stjórnarflokkar

Það er mjög miður að ríkisstjórn Vinstri Grænna og Samfylkingar hafi eytt tímanum í málefni sem koma efnahagsvandræðum okkar akkúrat ekkert við. Maður hefði varla trúað því þegar þeir tóku við og ætluðu að láta verkin tala að vinna þeirra á Alþingi myndi snúast um stjórnarskrárbreytingar sem engu skipti þótt hefðu verið ræddar eftir 6 mánuði og bann við flengingum (sjálfur er ég á móti flengingum NB.) ofl.

Ég var spurður af hverju ég teldi að bara þessi málefni væru uppi á teningnum og komst að þeirri niðurstöðu að vegna úrræðaleysis stjórnarflokkanna vilja þeir beina kastljósinu á einmitt þessi mál. Af því að þeir ráða ekki við þau mál sem þarf að vera að ræða.

Þeir mega alls ekki við því að kastljósið beinist að þeirra málefnum og málflutningi í kosningabaráttunni því þeir hafa ekkert fram að færa. Þess vegna er þeim mikilvægt að fjölmiðlarnir gefi Sjálfstæðismönnum ekki tækifæri til að tala um hag heimila og fyrirtækja, þau málefni sem skipta raunverulegu máli.

Þeir ætla að keyra sína kosningabaráttu ókeypis.

Kjósendur hljóta að sjá að ef þeir ætla að ,,refsa" Sjálfstæðisflokknum með því að gefa núverandi minnihlutastjórn atkvæði sitt, þá eru þeir að refsa sér sjálfum.


mbl.is Harðar deilur á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband