Afsökun eða ekki afsökun, það er spurningin

Stundum hefur verið mikið fárast yfir því að menn skuli ekki vilja biðja þjóðina afsökunar á hlutum sem þeir eiga þó ekki endilega sök á. Hrópað er yfir því að menn skuli ekki ,,axla ábyrgð". Gott og vel.

Síðan eru þeir sem sjá sér leik á borði og telja að með afsökunarbeiðni, sem kostar ekki neitt, vinni maður sér inn velvild, ,,maður að meiri" og svo framvegis. Er það betra?

,,Snautlegt" hefði fyrrverandi stjórnarandstöðuþingmaður einhverntíman sagt.

En staðan er stundum erfið hjá pólitíkusunum sem þurfa að hugsa um sína pólitísku ímynd fyrst og fremst - Að biðjast ekki afsökunar vekur reiði - sálarlaus afsökunarbeiðni vekur upp flökurleika.

En fyrst hún er nú að þessu ætti hún kannski að biðjast fyrirfram afsökunar á nokkrum atriðum, sem hún ber nú fulla ábyrgð á:

Að ljúga að þjóðinni með því að segjast koma Íslandi út úr kreppunni eins fljótt og hægt er á grundvelli norrænna velferðargilda.

Að gera flest það sem dýpkar og lengir kreppuna og gerir okkur erfitt að komast út úr vítahring ríkissósíalisma. Í ríkissósíalisma eru sum tímabil ekki verri en önnur - þau eru öll slæm. Það bara tekur enginn eftir kreppunum því uppsveiflurnar eru svo fáar og smáar.

Að vinna markvisst að því að draga úr hagsveiflum með þeirri aðferð að láta okkur endalaust sleikja botninn - Það heitir ,,flatline". (eða dauðinn í skel).

Að selja okkur undir erlend yfirráð Evrópusambandsins - og gera til þess allt til að þjóna Bretum og Hollendingum af ótta við að þeir standi í vegi fyrir umsókn okkar. Það heitir þrælsótti eða von um klapp á kollinn fyrir að vera dyggir hundar.

Fyrir að ljúga að þjóðinni gagnslausum, innihaldslausum kosningaloforðum sem voru á sínum tíma eingöngu til þess fallin að nýta örvæntingu og ótta íslenskra borgara.

 AÐ SÍÐUSTU MÁ BENDA Á ÞAÐ AÐ ÞAÐ HEFUR EKKERT, AKKÚRAT EKKERT, AÐ GERA MEÐ FRJÁLST MARKAÐSHAGKERFI AÐ ÍSLENSKUR ALMENNINGUR Á AÐ TAKA ÁBYRGÐ Á ERLENDUM SKULDUM EINKAFYRIRTÆKJA. ÞAÐ SKRIFAST Á SÓSÍALISMA (og jaðrar að vísu við masókisma)!

Og þar hafiði það!


mbl.is Biður þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Nei það skrifast ekki á sósíalisma, kjánaprikið þitt. Það skrifast m.a. á kúgun alþjóðasamfélagsins og óvarlega útþenslu bankakerfisins, skort á góðum reglugerðum og ofgnótt af vondum. Hverjir voru það aðrir en hægrimennirnir sem komu okkur í þessa klípu og ætluðu að leysa þetta á sama hátt nema hvað það átti að gerast í kyrrþey. Hvernig á að taka þig alvarlega þegar svona blinda ræður skrifum þínum.

Og svo, hvað viltu að hún gerir ef vel orðuð og einlæglega flutt afsökunarbeiðni fyrir eyrum og augum alþjóðar er ekki nóg fyrir þig? Á hún að hengja sig í næsta hanabjálka? Eða kannski útrásarvíkinga og spillta sjálfstæðis- og framsóknarmenn - Höfunda hrunsins?

Það er óþarfi að drulla yfir þetta skref í heilunarferlinu eins og einhver villimaður. Taka því frekar eins og það er - Þetta er mikilvægt skref, líkt því að biðja Breiðavíkurdrengina og aðra sem níðst var á í nafni ríkisins afsökunar fyrir hönd ríkisins.

Rúnar Þór Þórarinsson, 7.10.2009 kl. 01:37

2 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Ég held að þegar Breiðavíkurdrengirnir og aðrir í þeirra stöðu eru beðnir afsökunar þá búi þar raunveruleg skömm og einlægni að baki. Enda skömmin mikil.

Ég hef hins vegar því miður ekki mikla trú á því sem býr að baki þessari afsökunarbeiðni - ég held að Jóhanna sé ekkert heilagari en aðrir pólitíkusar og ég held að þarna sé verið að grípa í ódýrt vinsælda-hálmstrá.

Að það skuli vera stjórnmálamenn sem berjast fyrir því með kjafti og klóm að velta skuldum fjárglæframanna, sjálfstæðismanna eða annarra, yfir á börnin okkar og ömmur og okkur sem erum að leggja inn í ríkiskassann - þ.e. almenningur - það er víst sósíalismi - hvort sem sá sósíalismi er samþykktur eða búinn til af sjálfstæðismönnum eða sósíaldemókrötum.

Örvar Már Marteinsson, 7.10.2009 kl. 02:05

3 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Hitt er svo annað mál að Jóhanna var sennilega að biðjast afsökunar á einhverju sem hún á sjálf sáralitla eða enga sök á. ,,Popúlismi" er þetta kallað á einu af opinberum tungumálum Evrópusambandsins.

Örvar Már Marteinsson, 7.10.2009 kl. 02:17

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Örvar - Það er EKKI sósíalsimi. Þú veist greinilega ekkert hvað þú ert að tala um. Notaðu internetið til að upplýsa sjálfan þig um þetta, farðu til dæmis á  Wikipedia og fræddu sjálfan þig. Vek ég athygli þína sérstaklega á hugtakasamsetningum í kringum sósíalisma sem mörg falla vel að íslenskri þjóðarsál. Democratic Socialism t.d.

Þú ert ekki að hjálpa neinum með því að benda á það sem ekki kemur málinu við. Það er vel þekkt og ódýr/léleg leið til að styðja dauðadæmdan málstað. Er það ætlun þín? Ertu óvinurinn? Eitt uppáhaldskvæðið mitt úr Hávamálum ráðleggur þeim sem glíma við vanþekkingu eða eru vitgrannir að þegja frekar en að segja hug sinn, því þá njóti þeir a.m.k. efans. Etv. ertu stórsnjall í einhverju, en ekki vitneskju um sósíalisma, og þá sennilega ekki kapítalisma heldur. Þetta hljómar sjálfsagt eins og hroki hjá mér, en þvert á móti þá tala ég í einlægni. Upplýstu sjálfan þig endilega og tölum svo saman.

Einkavæðing hagnaðar og þjóðvæðing áhættu og taps er "high-end" kapítalismi. Mæli með að þú lítir t.d. á nýjustu mynd Michael Moore, "Capitalsim: A Love Affair" þar sem hann útskýrir þetta í skyndibitastærð í von um að ná til heilaþvegins fólks.

Rúnar Þór Þórarinsson, 12.10.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband