Pólitískur ruslahaugur

Ottinger tilnefndur í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 

"Þýskir fréttaskýrendur segja ljóst, að með þessari tilnefningu sé Merkel að losa sig við óþægilegt pólitískt vandamál. Þau Merkel og Oettinger lentu nýlega í deilum þegar togast var á um framlög úr þýska ríkiskassanum. Þá lenti Oettinger á milli tanna á fólki árið 2007 þegar hann varði nasistafortíð fyrirrennara síns í embætti þingforseta  Baden-Württemberg, en sá var þá nýlega látinn.

Blaðið Süddeutsche Zeitung sagði einnig í dag, að útnefning Oettingers undirstrikaði að þýsk stjórnvöld teldu að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skipti æ minna máli."

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem óþægilegir og erfiðir pólitíkusar fá svona fína útnefningu, sem þeir geta auðvitað ekki hafnað. Framkvæmdastjórastaðan er góð leið fyrir þjóðarleiðtoga til að losna við einhverja vandræðagepla án þess að þeir verði með uppsteit.

Það er því ekki hæfni manna sem ræður því hvort þeir eru fulltrúar í Framkvæmdastjórninni heldur hitt að það þurfi að losna við þá einhvers staðar annars staðar.

Við erum að sækja um að vera stjórnað af þessari framkvæmdastjórn.

Frábært!


mbl.is Undrun vegna nýs ESB-fulltrúa Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband