Tiger Woods?

Undir myndinni stóð upphaflega ,,Tiger Woods í Kaupmannahöfn". Nú, að morgni, hafa íþróttafréttaritarar mbl áttað sig á því að þetta væri einhver annar. Það er svo sem ekkert aðalatriði en ég taldi samt rétt að leiðrétta bloggið þegar ég sá það. 

Eftir því sem sagði undir myndinni sem fylgir fréttinni var þetta Tiger Woods í Kaupmannahöfn. Ég var búinn að frétta það að Tægerinn ætlaði að hvíla sig á golfinu þar til hann væri orðinn betri maður - en ég vissi ekki að hann hefði söðlað svona skjótt um og hreiðrað um sig í Köben með hinu góða fólkinu.

Annars sýnist mér að þessi ráðstefna - með eða án Tægersins - hafi verið svona ,,much ado about nothing"....

Það er þó vonandi að Jóhanna og Svandís hafi haft það gott. Þær fengu þó verðlaun fyrir að kynjakvótavæða loftslagsbreytingarnar. Nú verða loftslagsbreytingar bannaðar nema þær snerti bæði kynin....eða var það öfugt. Skiptir litlu - þetta er göfugt og bráðnauðsynlegt framtak sem þoldi enga bið. Húrra!


mbl.is Samkomulagið vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

.

Þráinn Jökull Elísson, 19.12.2009 kl. 00:35

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Já og hann tekur í hendina á Homer Simpson sýnist mér..

hilmar jónsson, 19.12.2009 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband