19.1.2010 | 16:05
Hannes og Ögmundur skoðanabræður???
Öðruvísi mér áður brá !!!
Á heimasíðu sinni, ogmundur.is, skrifar Ögmundur Jónasson pistil sem gæti að stærstum hluta verið skrifað af einhverjum frjálshyggjumanninum. Sennilega hefur það alls ekki verið ætlunin hjá Ögmundi, eins og sjá má á fyrri hluta pistilsins, en þannig er það nú samt að megnið af pistlinum gæti átt heima í kennslubókum Hannesar Hólmsteins.
Dálítið sérstakt, en skemmtilegt.....
Þetta birtist líka á pressan.is
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segir að Íslendingar séu dæmdir til að tapa ef þeir ætli að treysta á forræðishyggju og hættum að hugsa sjálf. Góðir stjórnmálamenn geti nefnilega gert slæma hluti.
Ögmundur vitnar í skoðanakönnun um afstöðu Íslendinga til skattlagningar heilbrigðisþjónustu og segir að hin raunverulega pólitíska barátta sé baráttan um tíðarandann, til að hafa áhrif á hugsun, lausnir, skipulagningu þjóðfélagsins, hvað þjóðin leyfi stjórnmálamönnum að framkvæma og svo framvegis.
Ef við ætlum hins vegar að treysta á forræðishyggjuna - góðu stjórnmálamennina - til að passa upp á okkur, og hættum að hugsa sjálf, þá erum við dæmd til að tapa. Bæði vegna þess að góðu stjórnmálamennirinr eru ekki alltaf við völd og svo er hitt, að góðu stjórnmálamennirnir geta stundum gert slæma hluti, stundum eru þeir meira að segja úlfar í sauðargæru. Við munum hann Blair. Þess vegna eru forræðisstjórnmál stórvarasöm. Þau eru líka andlýðræðisleg. Þau taka af fólki rétt sem það á; réttinn til að hafa áhrif á eigin örlög.
Ögmundur segir að sér finnist það stórundarlegt og komi honum á óvart hve djúpum rótum forræðishyggjustjórnmál standi í íslenskri pólitík.
Reyndar virðist forrræðishyggjan nokkuð tengjast hinum stofnanavæddu stjórnmálum. Þegar komið er út úr þröngu - og stundum loftlausu - hagsmunaumhverfi stjórnmálanna eru nefnilega allt önnur viðhorf uppi. Þá blása sem betur fer ferskari vindar.
Þetta á að verða okkur stjórnmálamönnunum umhugsunarefni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.