27.1.2010 | 22:15
Kaffilaust í Brasilíu
Fyrir okkur, sem búum á köldum svæðum og fáum enga velgju úr vatnskrönunum okkar nema vera búin að hita það upp með rafmagni, er það óneitanlega súrrealískt að lesa um heitavatnsleysi í Hveragerði þar sem hitinn rýkur upp úr jörðinni og hverirnir eru hver um annan þveran.
Það er svona álíka skrítið og ef það yrði kaffilaust í Brasilíu.
Skrítið en alveg örugglega óþægilegt fyrir íbúana.
Heitavatnslaust í Hveragerði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega, skil hvað þú átt við. Oft klikkar það sem á alls ekki að getað klikkað.
áhugasamur (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 22:44
Hvaða samhengi er hér?
Ef þú býrð á köldu svæði - þá hefur þú bæði fengið að sitja í myrkri og kulda samtímis?
Með ýmsum reglugerðum frá ESB og þrælsótta ráðamanna hefur okkar samfélagi tekist að gera okkur sauðsvartan almúgann valdlausa.
Sérstaklega á þetta við um orkunotkun okkar - bæði hita og rafmagn.
Vonandi lærir þú þetta í stjórnmálafræðinni í HÍ
Því miður hefur HÍ verið úti í kuldanum í jafnvel áratugi og ekki verið tekið mark á þeim lengi
Jón Örn Arnarson, 27.1.2010 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.