2.2.2010 | 10:21
Að stappa í okkur stálinu
Framganga handboltalandsliðsins hefur svo sannarlega verið til fyrirmyndar og það er víst satt sem Jóhanna segir að þeir stappa í okkur stálinu. Velgengni þeirra og ekki síður keppnisskap og liðsandinn hefur lyft undir baráttuþrek og samstöðu þjóðarinnar. Og það er sko mikil þörf á því.
Hitt er annað mál að það er líka rétt hjá Jóhönnu að ,,okkur veitir ekki af því" því ráðamenn þjóðarinnar nota hvert tækifæri til þess að tala úr okkur kjarkinn á milli þess sem þeir stunda efnahagslega hryðjuverkastarfsemi á hagsmunum fjölskyldna og atvinnulífsins. Ráðvilltari og duglausari ríkisstjórn hefur aldrei verið við völd og því lengur sem hún hangir á valdastólunum (og ég er hræddur um að það verði lengi, lengi) þess dýpri mun niðursveiflan verða og skemmdirnar.
Við höfum séð í gegnum tíðina að þessi litla þjóð getur ótrúlega hluti og þegar ríkisstjórnin grætur og segir ,,Íslendingar beygið ykkur" þá skulum við hin öskra á móti:
Áfram Ísland!
Þið stappið í okkur stálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig getur eitthvað orðið verra, en það var nú árið 2009? Hvernig í ósköpunum getur þú komið með svoleiðis bull? Ein ríkisstjórn getur ekki sópað upp ruslið fyrir aðra hryðjuverkaríkisstjórn sem var við völd nánast alla mína ævi, á ári! Hvaða djöfulsins bull er þetta í Íslendingum? Það mætti halda að þið væruð algjörlega búin að missa vit á raunsæi! Jesús Kristur! Íslendingar gætu lært MARGT af Þjóðverjum, eða jafnvel þeim sem eiga ekkert hús, engin föt, mat né annað og hætta að kvarta !
Agnes Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 11:25
Það er enginn að sópa! Bara bulla og væla yfir því að það sé svo mikið að sópa.
Örvar Már Marteinsson, 2.2.2010 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.