Seðlabanki? Töfrabrögð?

Hafa ekki allir tekið eftir því hvernig gengi krónunnar hefur smátt og smátt verið að láta undan? Er nú 162 á móti evru.

Af því ég hef nú gaman af samsæriskenningum ætla ég að varpa einni fram hér:

Seðlabankinn, með Má Guðmundsson (já sinna í IceSave) í broddi fylkingar, er viljandi að láta gengið síga niður til þess að hægt verði að sýna fram á jákvæð áhrif á gengið ef Icesave frumvarpið verður samþykkt. Rökstuðningur: Seðlabankinn er að handstýra genginu - það er staðreynd.

Trikkið: það sama og stundum notað er í verslunum fyrir útsölur, verðinu ýtt aðeins upp til að gera tilboðin svo girnilegri í prósentum talið.

Ég er viss um að ef Icesave verður samþykkt á gengið eftir að styrkjast lítillega, upp að því marki sem það var fyrir þrem vikum síðan - eftir það stendur það í stað, eins og Seðlabankinn á að reyna að láta það gera.

Abrakadabra og simsalabimm!

Segjum NEI við Icesave!


mbl.is Ísland stefnir í greiðsluþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta gæti sko bara verið rétt hjá þér!

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 00:12

2 identicon

þetta er pottþétt hjá honum NEI á morgun.

gisli (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband