13.11.2011 | 21:43
Lýðræðisástin í Evrópusambandinu
Nú sjáum við enn eitt dæmið um lýðræðisástina í Evrópusambandinu. Berlusconi segir nokkur vel valin orð um Evruna og hann er hrakinn frá og einhver prófessor er dreginn upp á dekk til að mynda ríkisstjórn sem á að hlýða tilskipununum frá Brussel. Þessi maður hefur ekki einu sinni verið kjörinn á þing af þjóðinni sem hann á nú að stýra - eða fjarstýrast.
Þetta er kannski ekki innrás Frakka eða Þjóðverja inn í Ítalíu - en minnir þetta ekki svolítið á yfirtöku.
Um Berlusconi er sjálfsagt hægt að segja margt, og hann hefur sjálfur sagt margt sem hefur fengið fólk til að hrista hausinn, en ætli hinir höfðingjarnir kunni ekki bara betur að fela það sem þeim kemur til hugar. Hins vegar veit ég ekki um neinn sem hefur getað haldið saman starfhæfum ríkisstjórnum á Ítalíu í jafn langan tíma. Og það eitt og sér er nokkurs virði.
Monti falin stjórnarmyndun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.