Vonlaust?

Er það alveg orðið vonlaust fyrir þá sem standa í sjávarútvegi að halda uppi vörnum fyrir sín fyrirtæki og sinn rekstur? Búið er að ausa þá skömmum svo árum skiptir fyrir að snúa því sem áður var ótrúlega mistækur rekstur fyrir land og þjóð í arðbæran iðnað sem skilaði þjóðinni góðum nettó - tekjum. Þannig hefur grunnurinn verið lagður að árásinni á atvinnugreinina nú. Þessi aðferð þekkist úr öðrum löndum og mun blóðugri dæmum. Fræinu er sáð í huga fólks, að því hlúð með áróðri og síðan er látið til skarar skríða.

Halda menn að tímasetningin á húsleit hjá Samherja - sem kannski var tilefnislaus í þokkabót) hafi verið tilviljun? Nei - Nú geta þessir ,,glæpamenn" bara haldið kjafti.

Nú á að þjóðnýta sjávarútvegsfyrirtækin - beita eignaupptöku á atvinnuréttindin - jafnvel þótt heildarhagsmunum sé betur borgið í núverandi kerfi - og allt í ,,þágu þjóðarinnar". Rétt eins og þegar sjálfseignabændur voru reknir af jörðum sínum og kýrnar hirtar af þeim, á sínum tíma í Sovíetríkjunum, í þágu Moskvubúa. Gafst það vel þar?

Rökin sem notuð eru, eru að við gengishrunið gangi sjávarútvegurinn svo vel. Má þá ferðamannaiðnaðurinn búast við því að vera næstur? Hvenær verður ofurskattur lagður á ferðamannareksturinn? Um hann gilda alveg sömu lögmál.

Líklegt er að varnir sjávarútvegsfyrirtækja verði slegnar úr höndum þeirra með áframhaldandi rógi og aðdróttunum og rekstrarskilyrði í sjávarútvegi gerð óviðunnandi - til bölvunar fyrir land og þjóð.

Kommúnisminn er svo langt frá því að vera dauður! 


mbl.is Niðurstöður Deloitte ekki keyptar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Einmitt þetta langaði mig til að segja - takk fyrir að vera búin að því.

Fyrir áratugum síðan var hér í Hafnarfirði hálfgert neyðarástand og ástæðan var sú, að Bæjarútgerðin var rekin með stórfelldu tapi og Bæjarsjóður Hafnarfjarðar þurfti að greiða til útgerðarinnar stórar fjárhæðir.

Þá hefðu menn gjarnan viljað vera lausir við þá kvöð að standa fyrir útgerð. Leyfa heldur einkaaðilum að sjá um reksturinn.

Nú virðist sú saga vera mörgum gleymd og þá koma menn fram og sjá mikið gull í kistum útgerðaraðila.

Er ekki réttlátast að leyfa rekstrinum að hressast og skattleggja hann svo með eðlilegum hætti, eftir lögmálum þeim sem viðurkennt eru til að mæla afkomu hvers fyrirtækis.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 6.4.2012 kl. 14:33

2 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Mér sýnist þetta vera hönnuð atburðarás, tímasetningin á þetta frumvarp komi fram, kastljósumræðan og svo sendi kastljós fyrirspurn til seðlabankans sem varð til að þeir gerðu húsleit hjá Samherja.  Getur varla verið tilviljun.

Ætli þeir þjóðnýti laxveiðiárnar næst?

Jón Á Grétarsson, 6.4.2012 kl. 14:38

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fróðlegast væri ef einhver gæti upplýst hvað standi í vegi fyrir tvöföldun aflamarks í þorski það minnsta og að gera handfæraveiðar frjálsar.

Reyndar veit ég að LÍÚ og bankarnir eru andvígir aukningu á kvóta en það þurfa nú fleiri að lifa en þessir tveir aðilar og skjólstæðingar þeirra.

Þú átt að hætta þessu bulli S.A. Herlufsen um samanburð við útgerð á tímum ríkismatsins. Það er engin leið að reka útgerð ásamt fiskvinnslu ef fiskurinn er ekki hæfur til manneldis eins og mikill hluti aflans var áður en fiskmarkaðirnir komu til sögunnar.

Menn sem áttu skip og ráku þau án fiskverkunar urðu margir moldríkir á þessum tíma og það veistu mætavel. Og meira að segja þeir sem ráku hvorutveggja efnuðust vel. En að láta pólitískt fædda krakkagrislinga eða afdankaða bæjarfulltrúa reka pólitískar bæjarútgerðir mistókst gjarnan.

Það er bara allt annað mál en sjávarúrvegsstefna LÍÚ, sjálfstæðismanna og Morgunblaðsins í dag.

Það dregur miklu meira fjármagn og athafnaþrótt í þjóðarbúið að auka þorskveiðar um helming en að halda uppi verði á aflamarki með skortstöðu.

En skortstaðan er gífurleg hagræðing fyrir LÍÚ og bankana.

Þessi BA gráða í stjórnmálafræði er hálfgerð graftrarbóla Örvar minn sem þú ættir að reyna að fela áður en þú tekur til máls um sjávarútveg.

Það er nefnilega aldrei að vita nema að einhver lesi sem hefur þó ekki væri nema svona hálfrar aldar kynni eins og ég af útgerð, fiskveiðum og fiskvinnslu. 

Árni Gunnarsson, 6.4.2012 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband