11.10.2012 | 08:54
Sannfæring sett á bið
Róbert Marshall segir sannfæringu sína vera að rjúfa þurfi átakahefðina í íslenskum stjórnmálum, og til þess þurfi hann að yfirgefa Samfylkinguna og ganga til liðs við Bjarta framtíð, - en ekki fyrr en í vor.
Auðvitað er hér um algera froðu að ræða - en gott og vel - Það sem er athyglisvert við þetta er að menn geti haft sannfæringu fyrir einhverju en ætli sér ekki að fara eftir henni fyrr en eftir heilan vetur.
Þingmenn eru raunar kjörnir til að fara eftir sinni sannfæringu, eins og ég skil stjórnarskrána, en ekki endilega að fylgja flokkslínum (nema það sé sannfæring þeirra að það sé betra).
Í fyrsta lagi spyr maður sig: Hvernig væri nú að æfa sig í að fara eftir núverandi stjórnarskrá áður en öllu er umturnað?
Róbert ætlar sér greinilega að setja sannfæringu sína á bið - fjórðung úr kjörtímabili sínu.
Trúverðugleiki? Hmmm hvað er nú það?
Róbert til liðs við Bjarta framtíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stóra spurningin er .... Ætlar Róbert að verja Samfylkinguna vantrausti eða er hér einvöru verið að tala um að kasta ryki í augu almennings of bjóða Samfylkinguna fram í fleiri en einum flokki í næstu kosningum?
Óskar Guðmundsson, 11.10.2012 kl. 09:01
Þetta er svona svipað því að flytja út í bílskúr.
Steini (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 09:13
Já þvílíkur skrípaleikur segi ég bara...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.10.2012 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.