Sprikl og kippir

Siv hótar stjórnarslitum.

Þetta er nokkuð merkilegt en sennilega mátti búast við þessu í þróun síðustu vikna. Framsóknarflokkurinn virðist berjast um á hæl og hnakka og er það skiljanlegt miðað við fylgishorfur hans. Það er verst að það er ómögulegt að spá fyrir um hvað komi upp næst. Búið er að hækka lánaprósentu Íbúðalánasjóðs þrátt fyrir að verið sé að reyna að slá á þensluna. Þetta heitir að reyna að slökkva eld með annarri hendi en kynda svo undir honum með hinni. Formaður Framsóknarflokksins lofar auðlindasjóði þar sem sérstakur auðlindaskattur á allt og ekkert á að innheimtast til leiðréttingar á þeirri ósanngirni að menn skuli geta grætt á landareign sinni. Úr umræddum sjóði á svo að greiða öllum æðislega mikinn arð en megnið af fjársjóðnum á samt að nota til "ýmissra þjóðþrifaverkefna" að sögn formannsins. Hljómar þetta ekki vel og skilvirknislega??

Svona sprikl er auðvitað fáránlegt og minnir á fárveika manneskju þar sem engin leið er að vita hvaða útlimur kippist upp og slengist út næst. Allt í einu kemur fótur, síðan kannski hönd, og ryður niður öllu í kringum sig.

Slakið aðeins á, það erum við hin sem borgum.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband