Valgerður og enskumælandi skóli

LoLÞetta er í sjálfu sér ekkert slæm hugmynd. Það væri þó mun betur við hæfi að þessi skóli væri einkarekinn heldur en að bæta enn meir í ríkisbáknið. Það er líklegra að skólinn lagaði sig að þörfum neytenda sinna, væri hann einkarekinn heldur en ef hann væri ríkisrekinn. Ríkið gæti vissulega stutt þetta verkefni og sett inn í það einhverja hvata en ég held að ríkið ætti ekki að reka slíkan skóla. Það er líka spurning um hvernig þetta snertir jafnræði. Nú eru grunnskólarnir á könnu sveitarfélaganna og margir skólar úti á landi veita börnum erlends vinnuafls (fiskverkafólks/verkafólks) þjónustu. Ætlar Valgerður að veita þessum fyrirtækjum úti á landi sömu þjónustu? Verður þá ríkisrekinn skóli fyrir útlensk börn en sveitarfélagsrekinn skóli fyrir þau íslensku? Nei. Ríkið á ekki að standa í þessu. Það er örugglega til góða að slíkur skóli sé starfræktur en ekki ef það er beinlínis af ríkinu.

Förum rólega í að stækka ríkisbáknið nógu þungt er það fyrir.

P.S. Það er spurning hvort Valgerður komi til með að skerpa á enskunni í slíkum skólaGrin


mbl.is Hugmyndir um alþjóðlegan skóla á Íslandi þar sem námsefni yrði á ensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband