Vinstri Grænir: Power to the politicians

Ég undrast það fylgi sem VG virðist hjá ungum kjósendum. Sjálfsagt eru það einhverjir fordómar í mér en ég hefði þó haldið að það frelsi sem við höfum og aukið frelsi ætti að vera ungum kjósendum hugleikið.

Það er nefninlega þannig að forystusveit VG hefur í gegn um tíðina lagst gegn fjölmörgum framfaramálum. Það síðasta sem þeir eiga heiðurinn af er að stöðva frumvarp um afnám einkasölu léttvíns og bjórs í ÁTVR. Með hótunum um málþóf náðu þeir að hamla því að frumvarpið yrði samþykkt, sem loksins, loksins var afgreitt út úr nefnd. Greinilegt að þeir eru helstu málsvarar forneskjunnar. Þetta dæmi er þó bara það nýjasta.

Þeir hafa verið á móti skattalækkunum. Þeir voru á sínum tíma á móti frjálsu útvarpi og hefðu þeir fengið að ráða væri bara ríkisútvarpið í útvarpinu, enginn Skjár einn, engin Stöð 2. Vinsæl tónlist væri þá ennþá spiluð eingöngu á þriðjudagskvöldum í lögum unga fólksins.

Þeir voru á móti því að selja mætti bjór á Íslandi, fannst Flugstöð Leifs Eiríkssonar vera alltof stór, voru á móti skattalækkunum, voru á móti einkavæðingunni allri og svo mætti lengi telja.´

Þeir treysta engum nema elítustjórnmálamönnum til að hafa vit fyrir okkur hinum. Þeir segja: "Power to the people" en meina í raun "Power to the politicians"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Meiriháttar sammála! Og það skuli vera í byrjun 21 aldar að afdánkaðir sósíalistar
og vinstrisinnaðir róttætlingar í Vinstri-grænum skuli vera í stórsókn á Íslandi. Þegar
allar upplýstar þjóðir hafa fyrir löngu afskrifað slíkt afturhald. JÁ EN SAMT ÞVÍLÍK TÍMASKEKKJA!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.4.2007 kl. 00:39

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Kommarnir ganga aftur í VG.

Fannar frá Rifi, 29.4.2007 kl. 00:35

3 Smámynd: Einar Örn Gíslason

Ungt fólk, sem er kannski að kjósa í fyrsta eða annað skipti, gengur út frá frelsi og velmegun sem sjálfsögðum hlut. Hrikalegt.

Einar Örn Gíslason, 30.4.2007 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband