23.3.2007 | 21:48
Tvær söguspurningar
Þetta verður áhugavert að lesa þótt ég sé sammála Bryndísi Ísfold á blogginu hennar að skoðun Geirs komi ekki á óvart.
Geir er skynsamur.
Vinstri grænir og Samfylking er klárlega versti kosturinn sem bíður okkar í vor. Ekki það að þau eru áreiðanlega öll af vilja gerð og telja sig vita best hvernig eigi að bæta Íslenskt þjóðfélag.
Stalín vissi líka best hvernig ætti að bæta það þjóðfélag sem hann stjórnaði. Þegar fólk er farið að tala um að kjósendur hafi rangar skoðanir og það verði að kenna þeim að hafa "réttar skoðanir" eins og skein í gegn hjá frambjóðanda VG á fundi gegn Íraksstríðinu um daginn, þá fer manni ekki að lítast á blikuna.
Tvær söguspurningar: Hvaða vinstri stjórnum hefur tekist vel upp á Íslandi??? Af hverju ættu vinstri flokkarnir frekar geta unnið saman nú frekar en áður??
Geir H. Haarde telur samstarf Samfylkingar og VG versta kostinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var Vinstristjórnin 1988-1991, sem vann bug á óðaverðbólgunni sem geysað hafði árum og áratugum saman. Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórnarandstöðu um þær mundir og réði því ekki miklu um gang mála. Meðal annarra sem stóðu í eldlínunni, þegar loks tókst að koma böndum á verðbólguna, voru Steingrímur J. Sigfússon, Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson og Ögmundur Jónasson formaður BSRB, sem og margir fleiri róttækir vinstrimenn.
Ef að Geir Haaarde er skynsamur í raun og veru, segði hann einfaldlega að áframhaldandi ríkisstjórn framsóknaríhaldsins væri versti kosturinn sem bíður okkar í vor. En Geir þessi er greinilega ekki nægjanlega skynsamur til að sjá það - enda ekki við öðru að búast úr þeirri átt.
Svo ættuð þið íhaldslepparnir að leggja ykkur fram við að reyna að hafa vit á að minnast ekki á Íraksstríðið, hvað þá Stalín flokksbróðir ykkar.
Jóhannes Ragnarsson, 23.3.2007 kl. 22:48
Þú getur kannski Jóhannes frætt okkur íhaldsmennina út af hverju þessi fína vinstri stjórn sat bara í þrjú ár. Var það kannski út af því að frá 1944 hefur engin stjórn setið heilt kjörtímabil án Sjálfstæðismanna. Og vertu svo ekkert að bendla Stalín við okkur, Fólk er enn að jafna sig í þeim löndum þar sem þið kommúnistarnir hafið komist til valda
Ingólfur Þorleifsson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 23:15
Ég get sagt þér Ingólfur af hverju þessi stjórn sat bara í 3 ár. Fyrsta árið var ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem sprakk í beinni útsendingu á stöð 2 (ef ég man rétt). Sú stjórn, HÆGRI STJÓRN, er ein versta ríkisstjórn sögunnar.
Stjórnin sem tók við, vinstristjórn, undir forystu Steingríms Hermannssonar, var eins sú farsælasta. Náði loksins tökum á óðaverðbólgunni og lagði grunn að EES samningnum. Þessir tveir þættir eru lykilforsenda framfara íslensku þjóðarinnar síðustu misseri.
Eggert Hjelm Herbertsson, 24.3.2007 kl. 11:11
'Ég veit að sú stjórn sprakk enda Þorsteinn aldrei maður til að vera í forsvari. Það var nú smá vinstri slagsíða á þessari stjórn með alþýðuflokkinn innanborðs og hann sjálfsagt ástæðan fyrir að hún sprakk. Það er gott að þú ert ánægður með EES samninginn því ég veit ekki betur en að vinstri grænir vilji afnema hann komist þeir til valda. Sem þeir gera ekki nema sjálfstæðisflokkurinn verði með þeim, þetta vinstra lið getur aldrei komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut
Ingólfur H Þorleifsson, 24.3.2007 kl. 15:12
" þetta vinstra lið getur aldrei komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut " Þetta er setning sem lýsir hroka og engu öðru.
ATH margir sjálfsstæðismenn töluðu á móti EES á meðan þeir voru í stjórnarandstöðu. Jón Baldvin lagði allt að veði til að koma þeim samning í gegn.....hann á heiður skilið.
Eggert Hjelm Herbertsson, 24.3.2007 kl. 16:48
Frasinn, "þetta vinstra lið getur aldrei komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut" er ein af þessum margþvældu lygatuggum, sem engin innistæða er fyrir. Á svona frösum lifa og dafna framsóknaríhöldin frá vöggu til grafar.
Og ekki má gleyma garminum honum Stalín ykkar. Hann var t.d. einræðis-, einokunar- og stóriðjusinni og yfirgangshundur, eins og framsóknaríhöld nútímans á Íslandi.
Jóhannes Ragnarsson, 24.3.2007 kl. 21:21
Það var hugmyndafræði Ásmundar Stefánssonar og samtaka atvinnulífsins sem knúðu ríkisstjórn Steingríms Hermanssonar til þátttöku í þjóðarsáttar samningnum, sem varð til að stöðva verðbólgunna, vissulega komu margir aðrir að málinu bæði hægri og vinstri menn, en Ásmundur var sá sem í raun kom þjóðarsáttinni á og lagði grunnin að þeim stöðuleika sem ríkt hefur síðan.
Magnús Jónsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 10:39
Þjóðarsáttarsamningarnir voru einmitt gerðir milli forystumanna tveggja: Ásmundar Stefánssonar og Einars Odds Kristjánssonar, sem vill svo skemmtilega til að er í 3ja sæti á framboðslista okkar íhaldsleppana. Þaðan kemur viðurnefnið "bjargvætturinn frá Flateyri" því það var allt í hnút þar til Einar hjó á hann.
Það mætti nefna svo margt um þessa vinstri stjórn sem stuðningsmenn Samfylkingarinnar og VG myndu gjarnan vilja að færi ekki hátt. M.a. má nefna ekknaskattinn sem fjármálaráðherrann þeirra lagði á, samninga við kennara sem urðu til þess að kennarar heils framhaldsskóla verða í framan eins og þeir hafi bitið í sítrónu þegar þeir heyra nefnt nafn okkar hæstvirts forseta og 4 milljarða króna halla á fjárlögum. Ég hef bara ekki haft tíma til að fara í neina rannsóknarvinnu vegna prófa. Eitt sem ég var næstum því búinn að gleyma var að þessi ríkisstjórn tók stórt skref til að festa kvótakerfið í sessi (það fer ekkert sérstaklega í taugarnar á mér samt). Á ríkisstjórnartíma þessarar vinstri stjórnar voru smábátar kvótasettir (samt inn í stóra kerfið) og seldu þá margir frá sér. Annað kerfi var þá sett á við hliðina. Einnig var losað um framsalið. Þetta eru staðreyndir sem fara sennilega meira í taugarnar á vinstri mönnum en hægri.
Að öðru: Samfylkingarmenn sem eruð hrifnir af EES. Formaðurinn ykkar sat hjá við atkvæðagreiðsluna (gat ekki tekið afstöðu þá frekar en nú) , Jóhann Ársælsson kaus á móti. Sá sem barðist fyrir EES var Jón Baldvin, ekki hrósar hann ykkur nú.
Örvar Már Marteinsson, 25.3.2007 kl. 18:27
Þjóðarsáttarsamningum hefði aldrei verið komið á, án aðkomu ríkisins, og þar með þáverandi fjármálaráðherra, Ólafi Ragnari. Það er hægt að skoða allar ríksstjórnir tugi ára aftur í tímann og finna þar mál sem virkar einkennileg í dag.
Jón Baldvin var sá maður sem barðist fyrir EES og fórnaði líklega sínum ferli að hluta til fyrir. Alþýðubandalagið var talsvert á móti EES, enda voru þar menn eins og Ragnar Arnalds, Hjörleifur, Steingrímur J o.fl Jóhann greiddi atkvæði eins og þeir menn.
Ingibjörg Sólrún var með EES, en sitja hjá við atkvæðagreiðslu, getur þýtt margt. Td að þú styður málið en vildir sjá það öðruvísi að einhverju leiti.
Eggert Hjelm Herbertsson, 26.3.2007 kl. 09:15
Eitt annað sem þessi "vinstri stjórn" kom á var umhverfisráðuneytið, þrátt fyrir mikil mótmæli sjálfsstæðismanna.
Eggert Hjelm Herbertsson, 26.3.2007 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.