Afstöðuleysi Samfylkingarinnar

Ég fæ ekki séð að nein sérstök þáttaskil hafi orðið nema kannski þau að kjörnir fulltrúar geti nú tekið upp á því að kasta frá sér allri ábyrgð. Til hvers er þá verið að kjósa þá og greiða þeim laun. Þáttaskilin í "langvarandi deilum um virkjanastefnu og efnahagsstefnu" eru engin. Það hefur hins vegar orðið deginum ljósara hversu mikið skoðanir eru skiptar í þessum efnum. Niðurstaðan gæti varla verið óskírari. Örfá atkvæði réðu úrslitum. Ef einhvern tíma er hægt að segja að meirihlutinn kúgi minnihlutann þá er það núna.

Ég tek það fram að ég myndi segja það sama hefði álverið verið samþykkt með þetta litlum mun. Það er fátt verra en svona úrslit. Deilurnar og sárindin hafa minnstan möguleikann á því að jafnast við þetta nauman meirihluta. Slæmt mál.

Að mörgu leiti er ég hins vegar ekkert ósáttur við úrslitin. Þetta eykur möguleikana á því að byggja upp atvinnulífið úti á landi, t.d. Húsavík, þar sem meiri þörf er á auknum umsvifum heldur en á SV. horninu þar sem þenslan er hvort sem er hvað mest. Ég skil aftur á móti ósköp vel þá Hafnfirðinga sem eru ósáttir nú. Þeir eru að missa spón úr aski sínum.

Úrslitin eru allavega ekki góð fyrir Hafnfirðinga. Þeir sem höfnuðu álversstækkuninni hefðu þurft mikið meiri mun til að geta verið algerlega ánægðir og þeir sem kusu með stækkuninni verða að þola kúgun af hendi mjög naums meirihluta.

Þetta skrifast klárlega á Samfylkinguna sem getur ekki tekið skíra afstöðu í þessu fremur en öðru.


mbl.is Ögmundur: Þáttaskil í deilum um virkjanastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góð færsla hér, tek undir hvert orð.

Sigfús Sigurþórsson., 1.4.2007 kl. 12:57

2 identicon

Það  hefði getað verið að atkvæðinn hefðu farið á hinn veginn.Hefði það þá ekki þýtt  að  meirihlutinn verið að kúga minnihlutan í þeim efnum eða á það bara við um ef um er að ræða höfnun á álveri ? 

Guðmundur E.Jóelsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 12:59

3 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Jú það er einmitt það sem ég sagði hér að ofan. Þetta er svo sáralítill munur og það hefði verið jafn slæmt þótt það hefði verið á hinn veginn. Afgerandi úrslit hefðu verið góð fyrir bæjarfélagið hvort sem hefði verið af eða á. Þar kæmi fram einhver skír vilji. Þetta lítill meirihluti býr ekki til neina sátt. Því miður.

Örvar Már Marteinsson, 1.4.2007 kl. 13:16

4 Smámynd: Reynir Jóhannesson

En lýðræði getur verið leiðinlegt kerfi stundum. Maður verður samt alltaf að virða þessar niðurstöður. Svo er annað mál með skoðunarleysið... ég er ekki sammála því að stjórnmálamenn sem eiga að hafa framtíðarsýn og skoðanir á eiginlega öllu sem varðar bæjarfélagið, fá að fela sig á bak við svona kosningu. Þessi bæjarstjóri vildi ekki einu sinni lýsa skoðunum sínum í dag. Voru ekki rökin einmitt þau að það mætti ekki lita kosningarnar? Eða hafa of mikil áhrif á kjósendur? Af hverju getur hann ekki núna eftir kosningar sagt hvað honum finnst eins og allir aðrir stjórnmálamenn á landinu.

Þetta er bara Samfylkingin sem þorir ekki að hafa sjálfstæðar skoðanir... og vilja bara halda með sigurliðinu.

Reynir Jóhannesson, 1.4.2007 kl. 21:34

5 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Þetta eru afskaplega barnalegar umræður. Fulltrúar eru kjörnir til að stýra bænum. Lýðræðisleg kosning er ein leið til ákvarðanatöku, hún var farin hér. Kjörnir fulltrúar eiga að gera mun meira af því að hlusta á fólkið (ég veit að það er ekki í tísku í Snæfellsbæ). Skiptir engu hvort munurinn hafi verið lítill eða mikill - það er niðurstaða í málinu, punktur basta.

 Fólkinu í bænum var leyft að hafa áhrif á hvernig bænum er stjórnað. Enda var kosningaþáttaka ótrúlega góð. Samfylkingin lagði þetta fram sem stefnumál í kosningunum og stendur að sjálfsögðu við það.

Svona vilja jafnarðarmenn vinna. Ég er mjög stoltur af þessu ferli hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði.

Eggert Hjelm Herbertsson, 2.4.2007 kl. 10:37

6 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Vissulega er niðurstaða komin í málið en það hlýtur að skipta máli hvort munurinn er mikill eða lítill. Bæjarstjórinn segist vera bæjarstjóri allra Hafnfirðinga, honum hlýtur þá að vera sárt um þann helming Hafnfirðinga sem vildi stækkunina. Það eina sem hefur komið í ljós er að Hafnarfjörður er algerlega klofinn. Lýðræði (meirihlutinn ræður) gengur út á að minnihlutinn láti undan meirihlutanum.

Í Hafnarfirði er staðan sú að sjaldan eða aldrei hafa jafn fáir þröngvað vilja sínum upp á eins marga. Það er niðurstaða málsins. (Mín skoðun væri nákvæmlega sú sama þótt atkvæðin hefðu fallið "omvent")

Örvar Már Marteinsson, 2.4.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband