Áfram á réttri braut

Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru sammála um að ríkisvalds sé þörf á Íslandi. Flokkana greinir hins vegar á um hversu víðtækt og frekt til fjörsins ríkisvaldið skuli vera. Rekstur grundvallarþátta eins og til dæmis öflugs menntakerfis og öflugs velferðarkerfis kostar mikið fjármagn og það þarf stöðugt að vera á vaktinni til að nýta það fjármagn sem allra best. Við megum aldrei gleyma því að peningarnir verða ekki til í ríkiskassanum heldur eru þeir teknir úr vasa fólksins í landinu.Skattalækkanirnar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um á síðustu árum hafa þó síður en svo minnkað svigrúm ríkissjóðs til að veita öfluga þjónustu. Þvert á móti. Með því að minnka byrðar almennings hefur hvati myndast til að auka verðmætasköpunina, stækka heildarkökuna, og þannig hafa tekjur ríkissjóðs aukist þvert á það sem vinstri flokkarnir héldu fram. Ríkissjóður stendur því mjög sterkum fótum og þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn skotið traustum stoðum undir það velferðarsamfélag sem við búum í.

Ég vil að áfram verði haldið á sömu braut. Með styrkri stjórn er hægt að halda áfram að minnka byrðar almennings og halda áfram við að bæta velferðarkerfið. Sagan sýnir okkur að slíkt hefur aldrei verið gert án Sjálfstæðisflokksins.

Við erum á góðri leið. Höldum áfram!

XD

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband