Duglegir snillingar...

Var að horfa á þátt á þýskri sjónvarpsstöð um duglega ríkisstarfsmenn. Þeir störfuðu hjá stofnun þeirri sem sér um að innheimta afnotagjöld fyrir sjónvarps og útvarpstæki. Nefnd voru nokkur dæmi um dugnað þeirra í vinnunni. Eitt var að tveir þeirra töldu háskóla nokkurn hafa óhreint mjöl í pokahorninu, þar hafði aðeins verið borgað af einu tæki (svona eins og var skylda hér, eitt tæki á heimili) en þeir fundu mun fleiri og í sumum kennslustofum fleiri en eitt, t.d. í fjölmiðlafræðistofunumShocking. Þeir sendu skólanum reikning upp á 450 þús evrur (margfaldið með 90). Annað dæmi var af manni sem fékk sér sitt fyrsta sjónvarp 36 ára gamall, þá búinn að vera giftur með fjölskyldu í 6 ár. Hann var svo heiðarlegur að tilkynna strax um sjónvarpskaupin en fékk þá um hæl rukkun og sekt fyrir 5 árin á undan. Stofnunin vill ekki trúa því að hann hafi verið án sjónvarps svona lengi. Honum var gert að greiða allt eða sanna að hann hafi ekki átt sjónvarp. Sönnunarbyrðin var á honum. Eitt dæmið í viðbót var um það að hundur fékk rukkun og sekt fyrir að tilkynna ekki um sjónvarpseign. Nafn hundsins og eftirnafn eigandans var á aukadyrabjöllu við húsdyrnar. Stofnunin taldi öruggt að þar sem einhver ætti dyrabjöllu þar hlyti einnig að vera sjónvarp....Police. Nokkur dæmi voru enn talin upp og alltaf var sönnunarbyrðin á greiðendunum. Þeir eru duglegir ríkisstarfsmennirnir í Þýskalandi! Ég bíð eftir því að fiskistofumenn bretti upp ermarnar..

Við sem kvörtuðum yfir afnotagjöldum RÚV.... ef við hefðum nú bara vitað þetta

Svo er ítalskt sveitarfélag farið að greiða íbúum sínum verðlaun fyrir að grennast. Þeir sem eru duglegir og hegða sér vel geta átt von á 700 evru glaðningi frá borgarstjóranum...jeeee! Þetta er alger snilld. Maður grennist og fær að launum peninga af sínu eigin skattfé. Frábært maður fær sína eigin peninga í verðlaun... En hvað með þá grönnu?

Jú þetta eru forvarnir: Með því að hafa skattana háa, svo hægt sé að greiða út verðlaunin, greiða starfsfólki laun fyrir eftirlitið og eitt og annað gagnlegt, þá hafa þeir grönnu ekki eins mikil efni á að fitna. Þetta er þrauthugsað! Bravó Italia!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband