Blaðagreinar að handan

Það væri ansi skondið ef það kæmi upp úr kafinu að Kastró væri fluttur yfir móðuna miklu fyrir löngu. Þetta væru þá greinar að handan. Reyndar gæti það alveg verið í kommúnistaríki að til væru greinar að handan. Fólki er bara bannað að trúa öðru en að þetta sé allt saman satt og rétt.... og þá verður það satt og rétt.

Það væri annars skemmtilegt að ferðast til Kúbu einhvern tíma fljótlega. Kúba er orðin eins konar heimspólitískt Árbæjarsafn. Það er hætt við að margt fróðlegt glatist þegar og ef um stjórnarfarsbreytingu verður að ræða.


mbl.is Kastró segist veðja á Clinton og Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú þarft ekki að fara alla leið til Kúbu til að finna stað þar sem fólki er bannað að trúa öðru, en því sem ríkjandi valdhafar vilja að fólkið trúi, og allt sé það satt og rétt. Þú þarft ekki einu sinni að fara út fyrir mörk sveitarfélagisns þar sem þú býrð til að finna stórasannleik valhafanna.

Jóhannes Ragnarsson, 28.8.2007 kl. 21:19

2 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Vá hvað þú varst snöggur

Örvar Már Marteinsson, 28.8.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband