16.9.2007 | 23:41
Óhugnanlegt
Heimurinn bara hlýnar og hlýnar og ef við gerum ekki eitthvað í málunum bráðna ekki bara jöklarnir heldur við líka!.
Fréttir af snjókomu og kulda skemma svolítið fyrir mér heimsendastemmninguna en ég reyni sem best ég get að horfa fram hjá þeim því ef allt er bara venjulegt í heiminum þá er hversdagslífið bara svo hversdagslegt.
Ég tek mig saman í andlitinu og fullvissa sjálfan mig um að við séum víst að fara til helvítis og heimurinn verður miklu verri við að hlýna aðeins. Það segir sig sjálft að breytingar eru alltaf til hins verra. Sjáið bara hvað lífið var gott hér í lok 18. aldarinnar, eða í byrjun 15. aldar. Heimurinn hefur verið að breytast til og frá, alveg frá upphafi, og alltaf hefur hann versnað - sjáið bara núna!
Ég held að það verði bara að halda stóra ráðstefnu og ræða úrræðin sem við getum notað til að stöðva hlýnunina og reyna að snúa við öllum breytingum síðustu alda. Það er hallærislegt að nota tímann til að búa okkur undir breytingarnar, sem villutrúarhópar segja að sé alls ekki í valdi okkar að stöðva. Þá þyrftu pólitíkusarnir líka að fara að framkvæma eitthvað annað en að segja öðrum hvað eigi ekki að gera.
Ég er alveg viss um að við eigum öll eftir að deyja einhvern tíma.
Afar óvenjulegt að snjó festi sunnanlands um miðjan september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er alveg með ólíkindum að þú skulir vera svona fastur þarna!!!! Það er enginn að tala um að fara aftur til 13. aldar og taka burt alla þá þróun og framfarir sem hafa orðið síðan og færa okkur aftur í moldarkofana.
Spurningin er hins vegar sú hvort við þurfum virkilega svona ofboðslega mikla þróun og svona rosalega mörg gígabæt og hvort jörðin getur skaffað okkur þau. Mér finnst t.d. alveg yfirdrifið nóg um neysluhyggjuna og allar gerfiþarfirnar sem við höfum búið okkur til og er orðið að nauðsynjum nú til dags.
Við meigum alveg staldra við, hugsa og beita heilbrigðri skynsemi áður en við kaffærum okkur í þessu neyslubrjálæði. Mengun og hlýnun jarðar er bara hluti af vandanum. Lífstílssjúkdómar eins og krabbamein, offita og hjartasjúkdómar eru ekki síðri vá.
Sigurlaug Anna (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 13:52
Skv borunarkjörnum úr Grænlandsjökli fyrir 500 milljón ára þá var loftslag mun mildara en það er í dag hér á norðurhveli. Þá var áhrifa mannsins þar hvergi
nærri. Þannig pössum okkur að alhæfa ekki um of í þessu, og því síður að fara á
taugum. T.d sólgosin eru sögð meiriháttar orsakavaldur varðandi þessi kulda og
hlískeð gegnum árþúsundin. Já og Kötlugosið 1918 og frostaveturinn mikli sem
henni fylgdi............t.d
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.9.2007 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.