20.9.2007 | 09:49
Bein í nefinu???
Mögulega er kjör Sarkozys það besta sem hefur gerst í Franskri pólitík í fjöldamörg ár. Þetta gætu verið skref til mikillar framþróunar í Frakklandi, nýsköpunar og hagvaxtar. Það er engu hagkerfi gott að hafa of marga á ofvernduðum ríkisspenanum. Sé þörf fyrir þetta vinnuframlag, þá getur einkaframtakið svarað þeirri þörf. En þá má ríkið ekki heldur setja einkaframtakinu skorður. Sé aftur á móti ekki þörf fyrir þessi verk, þá getur vinnuaflið skapað meiri verðmæti í einhverju öðru, sem stuðlar þá að enn meiri nýsköpun.
Stóra spurningin er bara þessi: Hefur Sarkozy bein í nefinu til að standa af sér mótmælin og verkföllin? Forveri hans hafði það ekki og ef menn lyppast niður þá er betra heima setið en af stað farið.
![]() |
Sarkozy ætlar að fækka frönskum ríkisstarfsmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.