Vantar skýringar

Ég verð að segja að ég hef vissar efasemdir um réttmæti þess að hafa húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu inni í vísitölunni. Ég hef grun um að þar með séum við komin með einhverskonar vítahring. Nokkrir aðilar hafa rætt þetta, m.a. Kristinn Pétursson (hérna og hérna og hérna og víðar). Hér og hér á vef ASÍ.

 Þessar spurningar krefjast svara!

Það felst auk þess viss ósanngirni í því að hafa húsnæðisverð eingöngu í höfuðborginni í vísitölunni, enda getur það haft áhrif þar sem síst skyldi. Sums staðar hefur húsnæðisverð lækkað - af hverju má það ekki hafa áhrif á verðbólguna?

Mér finnst vanta greinargóða umræðu um þetta - án upphrópana og æsifréttamennsku. Mér finnst ég ekki hafa nógu mikið vit á þessu og hef grun um að svo sé um fleiri.

Skýringar takk! 


mbl.is Verðbólga ekki meiri í nóvember í 17 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: unglingur

Sælir.

Eitt atriði sem við skulum hafa á hreinu strax: Hagstofan mælir verðbreytingar á húsnæði á öllu landinu, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu. Hlutur húsnæðis, hita og rafmagns er rétt tæplega 30% af grunni vísitölunar (sjá vef hagstofunar).

Af hverju er fasteignaverð á landinu öllu tekið með? Því það er talið betri mælikvarði á þróun framfærslukostnaðar einstaklinga. Sumir benda á að fasteign sé eign og eigi því að vera sleppt úr verðþróunarmælingum hagstofunnar. Líkt og hlutabréfaverð til dæmis. Gallinn er hins vegar sá að það KJÓSA ekki allir að eiga sumar eignir (bílar, skip, hlutabréf, skuldabréf o.s.frv.) en hins vegar verður fólk að búa einhvers staðar. Fasteignaverð snertir okkur öll því við óneitanlega neyðumst til þess að vera með þak yfir höfðinu. Það neyðist enginn til þess að eiga hlutabréf...

Því er tekið tillit til húsaleigukostnaðar og fasteignaverðs (kostnaður þess að hafa þak yfir höfðinu) þegar vísitala neysluverðs er mæld. Það gefur betri og breiðari mynd af raunkostnaði einstaklingsins við framfærslu sína hvern dag heldur en ef ekki væri tekið tillit til þróunar fasteignaverðs.

Vonandi skýrir þetta hví fasteignaverð er tekið með í reikninginn.

unglingur, 12.11.2007 kl. 20:10

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Til að bera okkur saman við önnur lönd innan EES og OECD þá er engin ástæða til að nota húsnæðisverð inni í verðbólgumælingum - -

Viðbrögð við hækkun húsnæðis á Höfuðborgarsvæðinu og hækkun olíuverðsins - með vaxtahækkun í ISK hagkerfinu . . . er algerlega rakalaus , , eins og Guðmundur Ólafsson rakti svo ágætlega í gær

Benedikt Sigurðarson, 12.11.2007 kl. 22:02

3 identicon

Hugsid ykkur bara... greiningardeildirnar geta spad fyrir um efnahagsumhverfid hvernig tad verdur eftir 24 - 36 manudi en sidan geta teir ekki spad fyrir um hvernig umhverfid verdur inna 3ja manada, samaber sidustu spar.

Jonas Th (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband