15.11.2007 | 08:57
Gott hjá Stulla
Þetta eru ánægjulegar fréttir. Alþingi má svo sannarlega við því að verða skilvirkara og sterkara. Eitt af því sem þarf að breyta er umræður um störf þingsins, sem eru svo alls ekkert umræður um störf þingsins. Hlutirinir eiga að heita réttum nöfnum og greinilegt er að þessu verður að breyta þannig að slík umræða fari fram undir réttum formerkjum og á skilvirkan hátt.
Það hefur enginn gott af lopateygingum.
Ég er viss um að Sturla mun gera góða hluti í þessu embætti. Alþingi sem stofnun græddi mikið á að fá hann sem forseta. Hann er skipulagður og dugandi og mun vonandi píska þingheiminn áfram.
Betra Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.