Út úr mínum koppi takk!

Þetta hugnast mér ekki. ALLS EKKI! Ég skal sætta mig við ákveðin vegagjöld en ef það á að vera einhver gagnabanki um mínar ferðir sem plottar mig inn þá "stræka" ég og fæ mér hest!

Stóri Bróðir hefur teygt sig nógu langt. Mér er alveg sama þótt settar verði einhverjar reglur um það í hvaða tilfellum gagnabankinn verði notaður. Ég veit að þær reglur verða sveigðar og beygðar og brotnar. Ég hef dæmi um það.

Viljið þið gjöra svo vel að taka nefið upp úr mínum koppi!


mbl.is Stórmál að fylgjast með ferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Heyr heyr.

Fannar frá Rifi, 15.11.2007 kl. 11:52

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Eru ekki allir með gemsa og hægt að rekja ferðir allra hvort sem er , þessi GPS tæki munu vinna eins og neyðarsendar í flugvélum. Hvað hafa margir bílar oltið út í móa og engin aðstoð borist fyrr en eftir dúk og disk?

Sturla Snorrason, 15.11.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband