18.11.2007 | 00:11
Pattaraleg hrefna!
Það er tvennt merkilegt í þessari frétt:
Í fyrsta lagi: "Tólf tonna hrefna....tæplega sex metra löng..."
Samkvæmt vef Hafró (ekki fer maður nú að draga þá stofnun í efa) er hrefnan er minnst reyðarhvalanna og nær mest tæplega 10 m lengd og 8-9 tonna þyngd. Þannig að 6 metra löng hrefna sem er tólf tonn hlýtur að vera eins og kassi í laginu. Þetta er að minnsta kosti heimsmet!!!!
Í öðru lagi: "...djúpt í regnskógum Brasilíu, rúmlega 1600 kílómetra frá strönd Atlantshafsins".
Eru þrengslin í hafinu orðin svona mikil? Er þá ekki tímabært að fara að veiða eitthvað af þessum dýrum ef þær eru farnar að halda til fjalla í leit að rými eins og Bjartur í Sumarhúsum gerði vegna landþrengsla?
Svo er spurningin hvort við séum að verða vitni að annarri bylgju sjávardýra sem ætlar að ganga á land.... áður en við vitum af sveifla þær sér milli trjánna.
Tólf tonna hrefna í Amazon-regnskóginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.