18.11.2007 | 00:28
Meira drama = meira fé
Skyldu þeir fá frið fyrir glæpasamtökum og ofbeldismönnum í þetta skiptið? Varla. Glæpasamtökin þrífast á fjölmiðlaumfjöllun sem er oftast (að því er virðist) þeim í hag, sennilega af því að almenn hneykslan selur bæði blöð og halar inn styrki fyrir ofbeldismennina.
Meira drama = meira fé.
Þegar Sea Shepherd liðið leggur úr höfn er það að fara í róður/veiðiferð rétt eins og hvalveiðiskipin. Þeirra fengur er bara umfjöllun af "hetjulegri" (legg áherslu á að þetta er hæðni!!!) framgöngu þeirra, sem fjölmiðlarnir matreiða svo ofan í hinn fjarlæga lesanda.
Nú er ég aftur á móti búinn að fatta hvað hrefnan hérna er að gera djúpt inni í regnskógunum. Þetta stólpagáfaða dýr (næstum því manneskja) er auðvitað búið að frétta af því að japanski hvalveiðiflotinn fari af stað í nótt og hefur því ákveðið að leggja á flótta, flýja til fjalla. Það er gott hjá henni.
Japanar á leið á hnúfubakaveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.