23.11.2007 | 22:42
Allt að koma!
Þetta er nú bara allt að mjakast, ha.
Það er út í hött að borga fólki ekki sömu laun fyrir sömu vinnu, alveg eins og það er út í hött að borga mönnum laun fyrir að vinna ekki (samanber eftirlaunafrumvarpið sem allir formenn voru sammála um).
Hins vegar gengisfellir þessi rannsókn sig verulega. Það er ekki tekið tillit til vinnutíma! Hvað þá? Hvað segir rannsóknin okkur þá? Við erum að skoða meðaltöl. Segir rannsóknin okkur þá að fólk fái mismunandi laun eftir því hvað það vinnur lengi? Það er meiri munur í Vestmannaeyjum. Segir það okkur að það eru betri laun á frystitogara en í frystihúsinu?
Þetta eru svei mér fréttir - mjög vísindalegt!
Svona bull skemmir bara fyrir jafnréttinu. Svona rannsóknir á að gera vel og vandlega eða sleppa þeim alveg. Það getur vel verið að einhvers staðar leynist misrétti en svona bull er heldur til að herða á því en hitt. Og hananú!
Launajafnrétti árið 2072? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.