25.1.2008 | 01:08
Þar kom að því
Nú lýsi ég mig sammála Kolbrúnu Halldórsdóttur. Ég vissi að það ætti aldrei að segja aldrei.
Það er reyndar ekki langt síðan ég ræddi þetta við manneskju sem er öllum hnútum kunnug á Alþingi. Hún sagði mér reyndar að hingað til hefði þetta verið svolítið dýrt batterý en það styttist í að tækni til að gera þetta á ódýrari máta gæti verið tekin í notkun.
Ef það sparar okkur peninga þá er ég alveg til í að bíða til 2009 en ég tel að útvarp frá Alþingi sé góð hugmynd.
Svo ef við tökum þann pólinn í hæðinni þá mætti eflaust varpa einhverjum út frá Alþingi.
Vilja láta útvarpa frá Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við förum þó ekki að varpa Kolbrúnu út af alþingi!
Njáll Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 23:11
Það dytti mér alls ekki í hug. Ég hef mikla ánægju af því að fylgjast með henni. Hún framkallar nánast alltaf hjá mér bros.
Puts a smile on your face
Örvar Már Marteinsson, 27.1.2008 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.