6.2.2008 | 13:02
Hillary aðal - Obama til vara
Ég held að Hillary hafi meira að gera í þetta og að hún gæti tekið aðeins af fylgi republikana yfir til sín. Andstæðingar hennar hafa kallað hana Bush light og það hefur sínar ástæður en ég held að þegar allt kemur til alls eigi demókratarnir eftir að fylkja sér að baki henni og að auki nái hún í fylgi úr hinni áttinni líka.
Obama verður svo notaður sem sópur til að fá blökkumenn og minnihlutahópa á kjörstað.
Baráttan á eftir að harðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannanir sýna að ef valið stendur á milli Clinton og MCcain muni hann vinna. Ef hins vegar Obama verður frambjóðandi demókrata mun hann hafa betur í slagnum við MCcain.
Hillary Clinton er ekki trúverðugur frambjóðandi að mínu mati, hún hefur haft mörg tækifæri til að breyta mörgum hlutum í BNA en ekki tekist. Hún hafði mörg orð um það hvernig hún ætlaði sér að takast á við heilbrigðiskerfið og gera það aðgengilegt öllum bandaríkjamönnum en nú er hún bara á launaskrá tryggingafélaganna og hætt að vinna í málinu. Hún er búin að vera of lengi í þessu og er orðin of mörgum háð. Sagan er orðin of flókin!
Ef Hillary vinnur og situr í 8 ár, þá verða Bush eða Clinton búin að sitja í Hvítahúsinu í 28 ár þegar því líkur. Það er frekar scary tilhugsun!!
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 6.2.2008 kl. 16:24
McCain tekur þetta. Demókratar munu berjast á banaspjótunum langt fram eftir sumri á meðan McCain mun undirbúa sig og styrkja en frekar. Er ekki viss um að Clinton eða Obama muni hafa orku eða úthald í kosningaslag fram í nóvember með öllu því skítkasti sem hefur verið og mun verða.
Fannar frá Rifi, 7.2.2008 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.