Álit mannréttindanefndar Sþ.

Ég var að ljúka við að lesa margumrætt álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Ég verð að segja að sjaldan hef ég séð eins loðið og ómerkilegt skjal. Eftir því sem ég kemst næst telur nefndin að fiskveiðistjórnunarkerfið sé ósanngjarnt vegna þess  að forréttindi hafi verið veitt upphaflegum handhöfum kvótans. Nefndin telur á þessum forsendum að Ísland sé skuldbundið til að veita þeim sem sóttu málið til nefndarinnar raunhæfa úrbót að meðtöldum skaðabótum og auk þess að endurskoða fiskveiðistjórnkerfi sitt.

Hananú!

Þá er vitað hvað skal gera... er það ekki? Hver er raunhæf úrbót? Hvernig á að endurskoða kerfið?

Ef við gefum okkur að upphafleg úthlutun hafi verið ósanngjörn, sem ég tel reyndar ekki vera, hvernig ætlum við þá að leiðrétta þá ósanngirni? Þeir sem fengu úthlutað forréttindunum, eins og það er kallað í álitinu, eru flestir farnir úr greininni og þeir sem eru nú innan greinarinnar hafa greitt fyrir sínar aflaheimildir fullt verð. Þeir sem sóttu málið til nefndarinnar hafa því setið við sama borð og þeir sem nú yrðu þolendur endurskoðunarinnar. Eða á kannski að sækja bætur til upphaflega handhafa kvótans - elta þá uppi eins og stríðsglæpamenn? 

Mín skoðun er reyndar sú að það verði að fara varlega í að kalla upphaflega úthlutun gjöf. Það var verið að skerða veiðiréttindi þeirra sem voru í greininni verulega. Vissulega fengu þeir sem voru ekki í greininni ekki veiðiheimildir - en það var heldur ekki verið að skerða þá. Hvernig getur skerðing verið gjöf?

Þá má einnig velta því fyrir sér, ef það er ósanngjarnt að þeir sem voru ekki í greininni við úhlutun veiðiheimildanna fengu ekki veiðiheimildir, hvort ekki hafi verið fólgin hrópandi ósanngirni í því að sumir bátar fengu úthlutað 500 tonna kvóta en aðrir 50 tonna kvóta? Hver er munurinn á þeim sem voru utan greinarinnar, höfðu ekkert fjárfest og ekkert veitt og höfðu því ekki neina viðmiðun til að fá kvóta, og þeim sem höfðu fjárfest, veitt lítið á viðmiðunarárunum og fengu því aðeins lítinn kvóta? Geta þeir þá sótt mál á hendur hinum sem voru duglegir við að skapa sér viðmiðun?

Álit meirihluta nefndarinnar byggir á þessari meintu ósanngirni í fortíðinni - fyrir 25 árum síðan. Álitið byggir á moðreyk sem mögulega stafar af glæðum sem slokknað er í. Nú er aðeins reykurinn eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er nú ekki nákvæmlega rétt hjá þér. Það kom fyrir að ráðuneytið beitti sértækum aðgerðum t.d. þegar ns pokalínan ver dregin fyrir Hornafjörð  en fyrirtæki í eigu föður sjávarútvegsráðherra hagnaðist um milljarða í kvóta. Þetta sama fyrirtæki drekkur blóð úr vinnusömum leiguliðum með því að eligja þeim kvóta við ofurverði.  Glóðin er farin en reykurinn eftir segir þú.  OK en villt þú ekki reykræsta?

Sigurður Þórðarson, 8.2.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband