Gott mál

Það er ánægjulegt að ábyrgð einstaklinga á sjálfum sér nái inn í bloggheimana. Hér á ekki að vera eitthvað Villta Vestur þar sem enginn ber ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. 

Það er að mínu mati vafamál hvað teljast meiðyrði og hvað ekki og hér er spurning hvort dómurinn sé of þungur eða ekki. Það er hins vegar alveg klárt að hér er ekki vegið að málfrelsi því hér er engin frelsisskerðing í gangi. Menn mega segja hvað sem er - en menn verða að bera ábyrgð á sínum orðum sjálfir. Málið er að frelsi eins má ekki skerða frelsi annars. Þess vegna verður ábyrgðin að vera skýr.

Það er gott skref að sú ábyrgð nái yfir alla miðla. Menn ráða svo hvernig þeir spila úr þeirri ábyrgð.

Spurning með Össur (og hans ,,myndræna" stíl)


mbl.is Sekur um meiðyrði á bloggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég held að það sé útilokað að Hæstiréttur staðfesti þetta. Miðað við mína reynslu þá viðhafði Gaukur leyfilegan og lögmætan GILDISDÓM. Þótt fast sé að orði kveðið þá hygg ég að dómaframkvæmd (Hæstaréttar) muni staðfesta þennan skilning minn og tala um þjóðfélagsumræðu og gefin tilefni.

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.2.2008 kl. 16:21

2 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Getur verið. Aðalatriðið er að sömu reglur nái yfir þennan heim eins og aðra.

Örvar Már Marteinsson, 26.2.2008 kl. 16:22

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Svo ætti að vera. En við búum á Íslandi.

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.2.2008 kl. 16:33

4 identicon

Það er svo dæmigert að þegar einhver segi eitthvað sem einhverjum öðrum finnst ekki nógu skemmtilegt, að vilja þagga niður í þeim.

Tjáningarfrelsið ER FRELSIÐ til að segja það sem fer fyrir brjóstið á öðrum. Annað er ekki tjáningarfrelsi.

Eins og venjulega geta Íslendingar ekki drullast til að hugsa aðeins áður en þeir vilja fara að refsa mönnum fyrir að hafa skoðun.

Þessi dómur er enn einn svarti bletturinn á íslenskri réttarsögu og enn ein sönnunin á því að það er ekki tjáningarfrelsi á Íslandi. LESENDUR eiga að bera ábyrgð á því sem þeir éta hrátt upp úr öðrum. ÞAÐ er ábyrgðin sem á að ætlast til af fólki, það er að geta séð og heyrt heiminn sem við búum í án þess að allt fari til fjandans. 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 17:31

5 identicon

"Menn mega segja hvað sem er - en menn verða að bera ábyrgð á sínum orðum sjálfir. Málið er að frelsi eins má ekki skerða frelsi annars."

Vá, þú hlýtur að vera að djóka. Menn MEGA EKKI segja það sem þeim sýnist, nei. Ekki á Íslandi. Og að bera ábyrgð á orðum sínum ætti ekki að vera neitt nema að viðurkenna að hafa sagt það. Ef einhver fávitinn úti í bæ ákveður að éta það bara hrátt upp eftir manni, þá er það hans ábyrgð. Ég ber ekki ábyrgð á því að þú sért of mikið fífl til að hugsa sjálfstætt, það er þín ábyrgð og einskis annars.

Ennfremur er ekki verið að vernda frelsi eins eða neins með því að refsa mönnum fyrir að tjá sig. Það er verið að HEFTA frelsi þá. Þú hefur engan rétt til að vera aldrei móðgaður eða svívirtur af einhverjum öðrum, og ef þú vilt þann rétt, þá viltu ekki tjáningarfrelsi.

ARGH! ÞETTA HELVÍTIS, NAUTHEIMSKA HELVÍTIS FOKKING LAND! Sökktu, Ísland, SÖKKTU! 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 17:33

6 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Réttur hvers til að sveifla hnefanum endar við nefið á næsta einstaklingi.

Örvar Már Marteinsson, 26.2.2008 kl. 23:14

7 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ísland er stjórnað af kommunistaflokki sem lýgur að hann sé hægri.

Alexander Kristófer Gústafsson, 27.2.2008 kl. 14:47

8 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Hér eru fjörugar umræður um tjáningarfrelsið, sem er gott mál    Ég hallast nú að því að þessi dómur sé ákveðin ritskoðun.  Mér er til efs að byrja eigi að feta þá leið.  Til þess að skerða tjáningarfrelsi manna þurfa brotin að vera alvarleg og gróf að mínu mati og ganga gegn persónu einstaklinga.  Það finnst mér ekki hafa verið í þessu tilfelli.  Ef þetta voru meiðyrði þá ætti Gísli að kæra Össur og miðað við þennann dóm þyrfti að dæma Össur í fangelsi fyrir skrif hans.  Af því að hér ríkir tjáningarfrelsi eigum við að láta ummæli af öllum þessum toga dæma sig sjálf, við erum viti borið fólk.  Mér finnst líklegt að þessu sé ekki lokið.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 27.2.2008 kl. 16:05

9 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Það er alltaf spurning hvenær ummæli hafa haft skaðleg áhrif. Tungan getur skemmt eins mikið (og meira) og hnefinn. Það er einmitt dómstólanna að dæma um það. Það getur vel verið að þessi dómur hafi verið þungur.

Gísli Marteinn hefði vel getað kært Össur. Það er einmitt hans val - Það hefði svo getað farið þannig að Össur hefði unnið og Gísli setið uppi með allan kostnaðinn. Gísli valdi hins vegar að ,,fara ekki að grenja undan Össuri".

Frelsi og ábyrgð hlýtur alltaf að þurfa að fara saman

Örvar Már Marteinsson, 27.2.2008 kl. 23:29

10 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

kíktu á Jónas, hann er oft góður

http://jonas.is/

Ábyrgðin felst í því að Össur hefur gjaldfellt sjálfan sig sem ráðherra og hefur lækkað í áliti hjá öllum.  Manstu úr heimspekinni: dómur sögunnar eða eitthvað álíka

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 28.2.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband