6.3.2008 | 23:56
Frábær söngleikur
Kvöldið í kvöld var frábært.
Mér var boðið á frumsýningu söngleiks Grunnskóla Snæfellsbæjar - á fremsta bekk, fyrir miðju! Þetta var æðislega gaman. Söngleikurinn hét Þengill lærir á lífið og sáu krakkarnir um allt heila klabbið. Það er allt búið að vera á fullu en árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa.
Tónlistin var frábær - íslensk 80's tónlist - eins og hún gerist best, og hljómsveitin á heiður skilinn. Leikarar, dansarar, söngvarar, handritshöfundur, danshöfundur, leikstjóri, tónlistarstjórar og allir þeir sem unnu við söngleikinn hafa unnið frábæra vinnu.
Ég er stoltur, takk fyrir mig!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.