Spurningar

Þetta er á margan hátt undarlegt, fyrir utan það hvað þetta er svínslegt. Það væri áhugavert að vita hversu mikið af leigutekjunum eru gefnar upp til skatts, í ljósi þess að ekki er um neinn leigusamning að ræða. Athugar það enginn?

Í öðru lagi finnst mér furðulegt að ósamþykkt íbúðarhúsnæði fái að vera í slíkri útleigu. Af hverju er það þá ósamþykkt?

Leiguverðið stjórnast nú sjálfsagt af framboðinu en HALLÓ - það hlýtur einhver að sjá sér hag í að bjóða upp á skárri kost en þetta. Eða eru bara allir sammála um að þetta sé réttlætanlegt?

Þetta er í hæsta máta undarlegt. Beita neytendasamtökin sér ekkert í svona málum?

Eða eru Pólverjar kannski ekki neytendur?


mbl.is Kytra leigð á 90.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Bíddu nú við, dastu á hausinn  Þetta er mesti kommúnismi sem ég hef heyrt komandi frá þér hahaha

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 29.3.2008 kl. 15:35

2 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Fór vinstra megin fram úr!

Nei, nei. Það svo sem enginn kommúnismi að finnast menn þurfa að fara eftir settum reglum. Ég trúi bara varla að þetta sé hinn almenni markaður, hreinn og beinn með allt uppi á borðinu. Það hlýtur að vera eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu þarna. Mér finnst bara að heiðarlegir viðskiptahættir eigi að ráða.

Heiðarleiki og kommúnismi er í mínum huga eins og olía og vatn.

Örvar Már Marteinsson, 29.3.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband